Fara í efni

Krabbamein í eggjastokkum

Hér eru mikilvægustu viðvaranir um krabbamein í eggjastokkum.
Krabbamein í eggjastokkum
Krabbamein í eggjastokkum

Hér eru mikilvægustu viðvaranir um krabbamein í eggjastokkum.

Útþaninn magi eða bólgur

Maginn stækkar, hann er útþaninn og fullur af lofti. Þú tekur eftir þessu þegar það er orðið erfitt að hneppa buxunum.

Hægðartregða eða aðrar breytingar varðandi hægðir

Verkir í mjaðmagrind: Þú finnur fyrir verkjum eða óþægindum í mjaðmagrind og einnig í kviðnum. Ef að þessi verkur er stöðugur þá skaltu ekki fara að raða í þig verkjalyfjum, best er að leita læknis. Því svona verkir eru að senda þér skilaboð um að það er ekki allt með feldu.

Verkir í baki

Þá sérstklega verkir sem ná til mjaðmagrindar. Þú ert að pissa meira en vanalega og nærð stundum varla á klósettið. Margar konur finna fyrir þessu og getur þetta verið merki um að vöðvar í mjaðmagrind eru veikir. Þá borgar sig að æfa grindarbotninn.

Matarlyst minnkar eða þú verður södd mjög fljótlega eftir að þú byrjar að borða

Einnig ber að taka eftir því ef þú ferð að léttast óeðlilega. Konur eru yfirleitt afar ánægðar ef að kílóin fara að hrynja af þeim en þetta getur verið merki um að það er ekki allt með feldu í líkamanum.

Verkir þegar kynlíf er stundað

Þreyta er einnig ákveðin viðvörun. Ef þú ert ofur þreytt og alveg orkulaus, þá getur það verið merki um krabbamein í eggjastokkum.

Taktu eftir: Þessi upptalning hér að ofan er ekki tæmandi en þú þarft ekki að finna fyrir þessu öllu ef um krabbamein í eggjastokkum er að ræða.

Hættu merkin

Orsök krabbameins í eggjastokkum er ekki vel þekkt en það er eitt og annað sem að gæti aukið áhættuna og það verður að hafa þau í huga.

Sem dæmi, aldurinn. Konur sem komnar eru yfir 50 árin eru í áhættuhópi. Um 50% af krabbameinstilfellum í eggjastokkum eru greind hjá konum sem komnar eru yfir 60 árin.

En það er alls ekki merki um að yngri konur séu ekki í ákveðinni hættu.

Fjölskyldusagan: Ef það eru tilfelli um krabbamein í eggjastokkum í fjölskyldunni þinni, eða brjóstakrabbamein þá eru meiri líkur á að þú gætir fengið krabbamein.

Samkvæmt Mayo Clinic þá skipta genin máli þegar kemur að krabbameini.

Meðganga og tíðarblæðingar

Konur sem hafa aldrei átt barn eru í meiri áhættu á að fá krabbamein í eggjastokka, það sama á við um konur sem að byrjuðu ungar á blæðingum, fyrir 12 ára aldurinn.

Lyf

Að taka hormónalyf eftir breytingaskeiðið eða ef þú ert í meðferð vegna ófrjósemi (talað er um langan tíma eða stóra hormónaskammta) getur einnig aukið á áhættuna.

Sumar rannsóknir hafa leitt í ljós að getnaðarvarnapillur geti dregið úr þessari áhættu.

Aðrir áhættu þættir

Þar má nefna reykingar, offitu og fleira.

Vandamálið er að það eru ekki til neinar skannanir fyrir krabbamein í eggjastokkum. Þess vegna er svo mikilvægt að fara strax til læknis ef þig grunar að það sé ekki allt með felldu.

Heimild: healtyandnaturalworld.com