Krabbameinsmeðferð bætt með hreyfingu
Hvern hefði grunað að hreyfing gæti haft jákvæð áhrif á líkamann? Jú kannski flesta þar sem þetta er alls ekki fyrsta fréttin sem við lesum um slík áhrif. En nýlega var birt rannsókn bendir til þess að hreyfing samhliða krabbameinsmeðferð auki áhrif meðferðarinnar.
Hvern hefði grunað að hreyfing gæti haft jákvæð áhrif á líkamann?
Jú kannski flesta þar sem þetta er alls ekki fyrsta fréttin sem við lesum um slík áhrif.
En nýlega var birt rannsókn bendir til þess að hreyfing samhliða krabbameinsmeðferð auki áhrif meðferðarinnar.
Áhrif hreyfingar hefur löngum verið þekkt og heilbrigðisstarfsfólk mælir með hreyfingu á meðan á krabbameinsmeðferð stendur. Að stórum hluta vegna þess að hreyfing dregur úr aukaverkunum krabbameinslyfja á borð við þreytu, vöðvarýrnun en líka vegna þess að hreyfing er holl fyrir sálina sem veitir kannski ekki af á erfiðum tímum. Hópur sem leiddur var af Brad Behnke við Kansas State University vildi sýna fram á að hreyfing hreyfing getur einnig haft áhrif á krabbameinsmeðferðina sjálfa.
Rannsóknin var framkvæmd á rottum sem annars vegar fengu ígrædd í sig íllkynja blöðruhálskirtilskrabbamein og hins vegar góðkynja æxli. Síðan voru mælingar gerðar á æxlunum meðan rotturnar hreyfðu sig eða meðan þær voru í hvíld.
Smelltu HÉR til að lesa þessa grein til enda.
Grein fengin af vef hvatinn.is