Fara í efni

Kúnstin að nærast á 21. öldinni

Hver er kúnstin að nærast á 21.öldinni ?
Kúnstin að nærast á 21. öldinni

Misvísandi upplýsingar um matarræði og flóra af iðnaðarframleiddum mat getur gert fólki erfitt fyrir í daglegum ákvörðunum um matarvenjur.

Við bjóðum upp á hagnýtan fróðleik í stuttum erindum fyrir alla með áhuga á heilbrigðum lífsstíl. 

Haldið í sal Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, þriðjudaginn 6. september kl. 17:00 til 18:15.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir en óskað er eftir skráningu á krabb@krabb.is.

 

Borðar þú með frum- eða framheilanum?  

Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsufræðum og fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins fjallar um þá þætti sem stjórna fæðuinntöku okkar.

Er fiskur ofurfæða?

Jóhanna Eyrún Torfadóttir, löggiltur næringarfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum fjallar um nýja skýrslu sem hún vann um heilnæmi fiskneyslu og áhrifa fiskneyslu á heilsu. 
 

Samantekt frá Foodlose ráðstefnunni.

Guðmundur F. Jóhannsson, læknir og skipuleggjandi Foodlose ráðstefnunnar fjallar um helstu niðurstöður fyrirlesara á Foodlose ráðstefnunni sem haldin var í maí í Hörpu. 
 

Máttur matarins 

Apótek framtíðarinnar er að finna í ísskápnum. Lukka í Happ fjallar um hvernig við getum haft áhrif á heilsu okkar og vellíðan með því að velja gott hráefni til að setja inn fyrir okkar varir. Hugmyndir og uppskriftir að hollum og góðum réttum. 

 

Hollir og gómsætir réttir úr eldhúsi Happ í boði fyrir gesti. 

 

Allir velkomnir!