Kynning á Laugaskokkhópnum
Nafn hópsins: Laugaskokk
Þjálfari/Þjálfarar: Björn Margeirsson, Rakel Ingólfsdóttir og Borghildur Valgeirsdóttir
Hvaðan hleypur hópurinn: Hlaupið er frá World Class Laugum. Á sumrin eru laugardagsæfingarnar stundum teknar frá öðrum World Class stöðvum til að auka fjölbreytnina, en þá eru æfingarnar oft teknar utanvega, s.s. í Heiðmörk.
Hvaða daga og kl. hvað: Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:30 og á laugardögum kl. 9 á sumrin en 9:30 á veturna. Á mánudögum eru oftast sprettæfingar, tempóhlaup á miðvikudögum og langt hlaup á laugardögum.
Er hópurinn fyrir byrjendur og lengra komna: Hópurinn er jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Hópurinn er fjölmennur og því finna flestir hlaupafélaga sem eru á svipuðu róli og þeir.
Er hópurinn virkur í að taka þátt í hlaupatengdum viðburðum hérlendis og erlendis
Laugaskokkarar hafa verið virkir þátttakendur í helstu almenningshlaupum hérlendis, bæði hefðbundnum götuhlaupum og utanvegahlaupum. Jafnframt hafa Laugaskokkarar tekið þátt í hlaupum erlendis undanfarin ár, oftast bæði að vorlagi og að hausti. Gjarnan er þá myndaður sérstakur æfingahópur til að æfa sérstaklega fyrir viðkomandi hlaup, sem þá æfir oftar en á hefðbundnum æfingadögum hópsins.
Heldur hópurinn sín/sitt eigin/eigið hlaup: Laugaskokk heldur ekki sitt eigið hlaup.
Er félagslíf hjá hópnum utan við venjulegar hlaupaæfingar og hvað þá helst: Hópurinn heldur vor- og haustfagnað á hverju ári. Saumaklúbbur fyrir handóðar hlaupakonur er einnig starfandi.
Heldur hópurinn úti vefsíðu og hver er slóðin: Heimasíða hópsins er: http://www.laugaskokk.is/ Einnig er hægt að finna okkur á Facebook
Annað áhugavert:
Laugaskokkarar nýta ýmsa aðstöðu í Laugum til að styðja við hlaupin, m.a. með mætingu í Jóga fyrir hlaupara, spinningtíma, auk annarrar aðstöðu sem World Class býður upp á.
Laugaskokk heldur jafnframt úti vettvangi fyrir fræðslu og endurmenntun hlaupara undir nafninu „Fræðslufundaröð Laugaskokks og World Class“, en fræðslufundirnir eru að jafnaði mánaðarlega yfir vetrartímann.