Fara í efni

KYNNING - Umhyggjurík samskipti 21.september n.k

Kynning er haldin í húsi SÍBS, Síðumúla 6 í Reykjavík.
KYNNING - Umhyggjurík samskipti 21.september n.k

Kynning á undirstöðuatriðum í Umhyggjurík samskipti.

Kynninging verður haldinn 21. september kl. 17, í húsi SÍBS í Síðumúla 6 í Reykjavík Leiðbeinandi verður Eva Dís Þórðardóttir.

Farið verður í undirstöðuatriðin í samskiptkerfi dr.Marshalls Rosenberg.

Efir námskeiðið geta þáttakendur tekið þátt í æfingahóp sem og framhaldsnámskeiðum sem haldin eru af Umhyggjurík samskipti á Íslandi.

Umhyggjurík samskipti eða NVC (Non-violent communication) sem það er líka kallað er einföld samskiptaleið sem hægt er að nota til að tengjast sjálfum sér, tilfinningum sínum og þörfum. Það gengur út frá að manneskjur hafi ákveðnar þarfir sem við verðum að fá uppfylltar til að ná að blómstra í lífinu. Það gengur líka út á að læra að tjá það sem þú þarf að fá uppfyllt þannig að líklegra sé að virka hvetjandi á umhverfið og aðra til samvinnu í stað mótspyrnu.

Umhyggjurík samskipti styður okkur til að:  Tengjast okkar eigin innri sannleika og gildum - Hlusta með samkennd á tjáningu annarra - Að læra að tjá okkur þannig að við hvetjum til stuðnings frá vinum, fölskyldu og öðrum manneskjum - Styrkja sambönd okkar við fölskyldu, vini og samstarfsfólk - Umbreyta reiði og ágreining í traust og samvinnu - Byggja upp samfélög og þjónustukerfi sem hafa að markmiði að gefa og þiggja á umhyggjuríkann hátt - Að leggja okkar að mörkum til að byggja upp veröld sem okkur langar öll að lifa í!

 

Hér má sjá Facebook síðu umhyggjuríkra samskipta.