Kynningarfundur um lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum
Mánudaginn 6. júní 2016, kl. 14:00–16:00, stendur Embætti landlæknis fyrir kynningarfundi um lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum í Safnahúsinu við Hverfisgötu.
Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar og áhrifaþætti þeirra. Birting lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig í samanburði við landið í heild.
Lýðheilsuvísum er ætlað að auðvelda sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustu að greina stöðuna í umdæmunum, finna styrkleika og veikleika og skilja þarfir íbúanna þannig að þau geti unnið saman að því að bæta heilsu þeirra og líðan.
Dagskrá:
Ávarp: Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra
Hvers vegna lýðheilsuvísar? Birgir Jakobsson landlæknir
Lýðheilsuvísar tengdir lifnaðarháttum: Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá
Embætti landlæknis
Lýðheilsuvísar tengdir heilsu og sjúkdómum: Sigríður Haraldsdóttir, sviðsstjóri heilbrigðisupplýsinga hjá Embætti landlæknis
Lýðheilsuvísar í Reykjavík: Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
Pallborðsumræður
Í pallborði verða: Birgir Jakobsson landlæknir, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri, Sigríður Haraldsdóttir sviðsstjóri, Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Fundarstjóri: Vilborg Ingólfsdóttir, skrifstofustjóri hjá velferðar-
ráðuneytinu
Kynningarfundurinn er öllum opinn. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Skoða nánar: Dagskrá kynningarfundarins (PDF)
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri
Sigríður Haraldsdóttir sviðsstjóri
Af vef landlæknis.