Fara í efni

Klamydía

Langalgengasti kynsjúkdómurinn – breiðist hraðast út.
Notum smokkinn
Notum smokkinn

Orsök

Baktería (Chlamydia trachomatis)

Algengi

Langalgengasti kynsjúkdómurinn – breiðist hraðast út.
Tíðni sjúkdómsins hefur aukist mikið og vitað er að þúsundir einstaklinga – bæði karlar og konur hafa smitast hérlendis á undanförnum árum. 1564 greindust 1998, 1707 árið 1999 en 1838 greindust með klamýdíu árið 2000. Þó hefur dregið úr smithraða á síðustu árum og árið 2003 voru tilfelli orðin færri en árið 1998; hafði reyndar fækkað um 20% frá árinu áður…

Áhættuhópar

Allir á aldrinum 14-26 ára

Smitleiðir

Klamýdíusmit berst milli manna við snertingu slímhúða, venjulega við samfarir. 60-70% líkur á smiti (sem er mikið!).

Einkenni

Einkenni koma fram 1-3 vikum eftir mök. Meira en 50% smitaðra fá þó væg eða engin einkenni. Þau geta horfið á fáeinum dögum hjá báðum kynjum og getur þá sýkingin blundað í langan tíma.

Karlar: útferð (glært/gult/hvítt slím). Sviði og kláði við þvaglát. Verkur í eista.

 
 

Konur: aukin útferð (hvítt/gulleitt, slím frá leggöngum). Sviði eða kláði í þvagrásinni við eða eftir þvaglát, tíð þvaglát, óreglulegar blæðingar og stundum kviðverkir. Þeir sem hafa einkenni eru líklegri smitberar. Ef ekki meðhöndluð í upphafi getur hún blossað upp síðar af mismunandi orsökum.

Forvarnir

Smokkurinn – líkur á smiti við munnmök óþekktar.

Læknir

Lætur þig pissa í glas (fyrsta bunan – PCR) – ef smit, þá er gefin 1 tafla af sýklalyfi (1g Azithromycin). Maki og hugsanlega 3. aðili einnig að fá meðhöndlun. Er mjög auðvelt að lækna ef sjúkdómurinn greinist á annað borð!

Horfur

Bólgur í eggjaleiðurum og eistum. Af 100 konum sem ganga með klamýdíu án þess að vita það fá 20 slæmar bólgur í móðurlíf. Af þessum 20 verða 4 ófrjóar, aðrar 4 fá slæma króníska verki og aðrar 2 lenda í lífshættu vegna utanlegsfósturs. Eykur líkur á HIV smiti hjá konum.
1/5 sjúklinga þarf endurmeðferð. Fólk virðist geta gengið með einkennalausar sýkingar árum saman.

Heimild: doktor.is