Fara í efni

Lambalundir með vorlauksrelish og gúrkusósu

Hvílíkur dásemdar kvöldverður.
Lambalundir með vorlauksrelish og gúrkusósu

Hvílíkur dásemdar kvöldverður. 

 

Hráefni: 

Lambalundir
Olía 
Hvítlaukur
Smjör
Pipar

Marinerið Lambalundir í hvítlauksolíu. Steikið lundirnar upp úr smjöri og berið þær fram með vorlauksrelish (sjá uppskrift frá 18. maí), grænu salati, steiktum kokteiltómötum og gúrkusósu.

Gúrkusósa:

½ gúrka
2 bollar ab mjólk
20 – 30 kóríanderlauf
1 tsk cummin
Salt 
Pipar

Leiðbeiningar: 

Rífið gúrku niður í rifjárni. Setjið gúrkuna í sigti og látið vökvann drjúpa af. Ab mjólkin sett í skál, ásamt smátt smátt skornum kóríander og cummin. Hrært vel og gúrkunni bætt saman. Piprið og saltið. Gott er að geyma sósuna í um 30 mín áður en hún er borin fram.

Uppskrift frá Food & Good