Lauf í vindi - hugleiðing dagsins frá Guðna
Viltu umturna lífi þínu?
Það er sáraeinfalt.
Ein öflugasta hugleiðsla/vitundaræfing/athyglisæfing sem hugsast getur er að fylgjast með næringarferlum sínum.
Ekki breyta neinu heldur aðeins fylgjast með og skrásetja, því engin fjarvera er stærri en fjarvera matar og drykkjar:
„Hvað er ég að næra? Hver er ásetningur minn með næringunni? Tilfinn ingar eða hold? Velsæld eða vansæld?
Er ég að tyggja? Er ég að hugsa um eitthvað annað – er ég fjarverandi á meðan ég borða? Er ég lauf í vindi – borða bara það sem mér er rétt – eða ber ég ábyrgð á eigin neyslu með fyrirhyggjusemi? Er ég að bæla sársauka og vanmátt? Er ég fórnarlamb?“
Svona kærleiksríkt kastljós á matarvenjur hefur mikil áhrif á viðhorfin til þess að næra sig – kastljósið afléttir blekkingu hungursins.