Leyndarmál Ítala og hvers vegna þeir eru svona heilbrigðir og grannir
"Let food be thy medicine and medicine be thy food" sagði Hippocrates hérna um árið.
En hvert er leyndarmálið á bak við heilsu Ítala og hvernig geta þeir haldið sér í svo góðu formi með allan þennan dásamlega mat á borðum alla daga?
Ítalir borða mest heimatilbúin mat. Þar sem fjölskyldan kemur saman og eldar og hráefnið er allt saman ferskt. Sem sagt grænmeti, kjöt og fiskur eldað af alúð og ást er leyndarmálið á bak við heilsu og góðu útliti ítala.
Réttir eins og kjúklingabollur með heimatilbúinni tómatsósu ásamt fersku grænmeti sem er týnt beint úr garðinum. Ítalir nota mikið af ólífu olíu í stað þess að nota óholla fitu eins og t.d smjörlíki eða aðra harða fitu.
Og ef þú miðar þetta við það sem er á borðum í Ameríku, skyndibit og mikið unnin matur sem er afar óhollur, fullur af aukaefnum og afar fitandi. Þá sérðu hvar vandamálið varðandi offitu liggur.
Ítalir eru ávallt með eitthvað á borðum matarkyns. Þeir borða mikið og stóra skammta en eru samt ekki í hópi þeirra landa sem eru að berjast við offituvandamálið. Enginn er í mergun.
Þegar ítalir bjóða til veislu þá er yfirleitt borðað í a.m.k 3 klukkutíma. Það er forréttur, milliréttur, aðalréttur og eftirréttur, jafnvel nokkrir eftirréttir.
Þarna er allur matur eins og áður sagði nýr, óunninn og ferskur. Engin fita notuð við eldun heldur einungis olía. Það er haft léttvín með mat, bæði rautt og hvítt og oft er tekið staup af Grappa í enda máltíðarinnar.
Þegar maður lítur til landa eins og Bandaríkjanna, Bretlands og fleiri landa í Evrópu og Skandinavíu þar sem sumstaðar 2 af hverjum 3 eru í mikilli yfirvigt.
Þessi lönd ættu að taka Ítalíu sér til fyrirmyndar hvað varðar mataræði og meðhöndlun matar.
Ég mæli með að þú lesir þessa grein í heild sinni HÉR.