Lífið er flókið og einfalt á sama tíma - hugleiðing dagsins
Allt snýst um orsök og afleiðingu.
Afleiðingin af því að þjálfa athygli er fullkomið traust á að allt sé blessun, að allt sé þakklæti, að heimurinn sé örlátur og vinveittur og að ef þú viljir getir þú laðað að þér allt sem þú þarft til að blómstra.
Lífið er svo yndislega flókið og einfalt á sama tíma. Samt höfum við skapað samfélag og tilveru sem snýst um flótta frá því að upplifa eigin tilvist og umhverfið í kærleika. Við erum á flótta undan því að vera – við viljum ekki vera heldur bara gera. Við viljum vera að frekar en að vera.
Þetta er forvitnilegt, finnst þér ekki?
Þú getur ekki verið – og verið ekki á sama tíma. Sá sem tekur ekki ábyrgð, hann er ekki.
Sá sem er – hann er vera.
Sá sem er ekki – hann er fjar-vera.