Fara í efni

Líkamsrækt á þínum forsendum

Á námskeiðinu verða þátttakendur aðstoðaðir við að setja saman þjálfunaráætlun með hliðsjón af áhugasviði og fyrri reynslu. Fjallað verður um mikilvægi líkamsræktar fyrir bæði sál og líkama, hvers vegna líkamsræktaráform bregðast og hvernig gott er að fá umhverfið til að styðja þjálfunaráform.
Líkamsrækt á þínum forsendum

Á námskeiðinu verða þátttakendur aðstoðaðir við að setja saman þjálfunaráætlun með hliðsjón af áhugasviði og fyrri reynslu.

Fjallað verður um mikilvægi líkamsræktar fyrir bæði sál og líkama, hvers vegna líkamsræktaráform bregðast og hvernig gott er að fá umhverfið til að styðja þjálfunaráform.

Fyrra námskeiðskvöldið verður fjallað um mikilvægi líkamsræktar og hvað gott er að hafa í huga þegar markviss þjálfun er skipulögð. Þátttakendur verða aðstoðaðir við að setja saman þjálfunaráætlun, setja sér markmið tengd áætluninni og leitast við að skoða hvað hægt er að gera til að styðja þau áform sem þátttakendur hafa sett sér.

Síðara kvöldið verður um þremur vikum síðar. Þá verður skoðað hvernig gengið hefur að hrinda áætlunum í framkvæmd og þátttakendur aðstoðaðir með hliðsjón af því hvernig hefur gengið. Þeir sem eru komnir af stað verða hvattir til að taka þjálfunina lengra t.d. með púlsmælingum en þeim sem þurfa meiri aðstoð við að hefja þjálfunina verður veitt nánari leiðsögn þar að lútandi.

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Gerð þjálfunaráætlunar fyrir einstaklinga með hliðsjón af áhugasviði.
• Mat á árangri á eigin forsendum.
• Leiðir til að styrkja eigin áhugahvöt.
• Hugsanlegar ástæður þess að líkamsræktaráform bregðast.
• Mikilvægi líkamsræktar fyrir góða líðan, m.a. til að draga úr streitu og almennum kvíða.

Ávinningur þinn:
• Aðstoð við gerð þjálfunaráætlunar með hliðsjón af áhugasviði.
• Leiðbeiningar við persónulega markmiðasetningu og mat á árangri.
• Undirbúningur markvissrar áætlunar um þjálfun.
• Leiðsögn að bættri líkamlegri og andlegri líðan.

Fyrir hverja:
Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja bæta heilsu sína og lífsstíl. Leitast verður við að höfða til þeirra sem þegar hreyfa sig reglulega en vilja skipuleggja þjálfun sína betur, þeirra sem vilja byrja að hreyfa sig reglulega og þeirra sem vilja velta fyrir sér valkostunum tengdum líkamsrækt.

Hvenær: Þri. 29. mars og 19. apr. kl. 19:30 - 22:00
Kennari: Védís Grönvold, íþróttakennari
Verð snemmskráning: 19.900 kr.
Almennt verð: 21.900 kr.

Snemmskráning til og með 19. mars

Nánari upplýsingar og skráning á endurmenntun.is eða í síma 525 4444