LISTIN AÐ ELSKA SJÁLFAN SIG
Við þekkjum það flest hvernig það er að elska aðra. Við erum tilbúin að ganga í gegnum súrt og sætt fyrir manneskjuna sem við elskum.
Við þekkjum það flest hvernig það er að elska aðra. Við erum tilbúin að ganga í gegnum súrt og sætt fyrir manneskjuna sem við elskum.
En þegar kemur að manni sjálfum, þá virðist allt annað búa að baki. Við verðum hrædd um að virðast sjálfselsk ef við hælum sjálfum okkur.
Því bregðum við á það ráð að gera lítið úr okkar sigrum. Ef þú hugsar út í það – hvort ertu duglegri að hrósa sjálfum þér eða tala niður til þín? Það er erfitt að taka skrefið í að læra elska sjálfan sig og sína sjálfri sér þá virðingu sem maður á skilið.
Nokkur ráð til að læra elska sjálfan sig:
- Áður en þú heldur út í daginn skaltu gefa þér tíma á morgnana til að anda djúpt inn og minna sjálfan þig á hversu mikils virði þú ert.
- Gefðu þér tíma til að kynnast eigin huga. Sumum finnst gott að hugleiða. Aðrir halda dagbók.
- Prófaðu nýja hluti. Stígðu út fyrir þægindarammann. Skráðu þig á námskeið eða upplifðu nýja staði.
- Hreyfðu þig reglulega og hugsaðu um matarræðið. Mikilvægt er að finna hreyfingu sem á vel við þig.
- Dveldu ekki í fortíðinni Sættu þig við þá hluti sem ekki er hægt að breyta.
Smelltu HÉR til að lesa fleiri ráð.
Grein af ibn.is