Litarefni í mat
Litarefni eru notuð í mat til að gera hann girnilegri. Svokölluð asó-litarefni hafa lengi verið umdeild og þau voru bönnuð á Íslandi til ársins 1997.
Efnin geta valdið ofnæmisviðbrögðum og einnig hefur leikið grunur á að efnin hefðu óæskileg áhrif á börn og tengsl væri á milli neyslu þeirra og ofvirkni.
Niðurstöður breskrar könnunar frá árinu 2007 þóttu staðfesta þetta og í kjölfarið ákvað Evrópusambandið að matvæli sem innihéldi þau 6 litarefni sem rannsökuð voru skyldu merkt með varúðarmerkingu. Neytendasamtökin hafa undrast hversu seint hefur gengið hjá íslenskum framleiðendum að skipta þessum efnum út.
2012 var innleidd reglugerð hér á landi sem skyldar framleiðendur til að setja varúðarmerkingu innihaldi matvæli eitt hinna sex litarefna sem rannsökuð voru og mun þá standa: "heiti eða E-númer litarefnis eða litarefna“: getur/geta haft neikvæð áhrif á athafnasemi og eftirtekt barna.
Asó-litarefnin má sjá hér að neðan. Efnin sem skylt er að merkja með varúðarmerkingu eru feitletruð.
Tartrasín (E102)
Kínólíngult (E 104)
Sólsetursgult (E110)
Asórúbín (E122)
Amarant (E123)*
Ponceau 4R (E124)
Rautt 2G (E128)*
Allúrarautt (E129)
Briljant svart PN (E151)
Brúnt FK (E154)
Brúnt HT (E155)
Litólrúbín BK (E180)*
einungis leyfilegt í takmörkuðu mæli í fáum tegundum matvæla
Fleira um þetta málefni má lesa HÉR.