Ljós og orka - hugleiðing dagsins
Þú ert upplýst vera og hefur alltaf verið það.
Þú værir ekki lifandi vera heldur dauð ef ekki væri í þér ljós, orka; lífsafl sem heldur saman þessari undarlegu mold sem er holdið sem líkami þinn er. Sjálf þitt kann að hafa aðskilið sig frá uppsprettunni og ljósinu hreina, en ferðinni hefur alltaf verið heitið aftur að uppsprettunni, aftur í ljósið, aftur í ljósið sem ert þú.
Þú ert andi – þú ert allt sem býr í holdinu á meðan þú andar; á meðan lífið andar í þig innblæstri og ástríðu sem knýr þig áfram. Um leið og þú gefur upp öndina ertu andlaus. Ertu andlaus? Ertu búinn að gefa upp öndina?