Ljósafossganga með Fjallasteina niður Esjuna
Í tilefni af tíu ára afmæli Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra, ætlar Þorsteinn Jakobsson, Fjallasteini, að endurtaka leikinn frá fimm ára afmælinu og halda utan um flotta göngu upp og niður hlíðar Esjunnar.
Þorsteinn leiddi gönguna síðast fyrir 5 árum.
Í tilefni af tíu ára afmæli Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra, ætlar Þorsteinn Jakobsson, Fjallasteini, að endurtaka leikinn frá fimm ára afmælinu og halda utan um flotta göngu upp og niður hlíðar Esjunnar laugardaginn 21. nóvember.
Lagt verður af stað frá Esjustofu klukkan 16.00 en stofan opnar klukkan 15:00 þar verður sungið og haft gaman undir stjórn Valgeirs Skagfjörð. Tilboð verður á veitingum hjá Esjustofu.
Allir mæta með höfuðljós og svo verður gengið rólega upp að steini og Esjan lýst upp á niðureiðinni.
Þeir sem vilja styrkja gönguna og þar með Ljósið geta lagt félaginu lið með því að leggja inná styrktarreikning: 0130-26-410420 kt. 590406-0740.