Fara í efni

Ljósaganga UN Women á Íslandi 25.nóvember

Ljósaganga UN Women á Íslandi fer fram miðvikudagskvöldið 25. nóvember á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi.
Ljósaganga UN Women á Íslandi 25.nóvember

Ljósaganga UN Women á Íslandi fer fram miðvikudagskvöldið 25. nóvember á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. 


Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women ásamt öðrum félagasamtökum hér á landi eru í forsvari fyrir.

Yfirskrift ljósagöngunnar í ár er "Heyrum raddir allra kvenna"
Freyja Haraldsdóttir, talskona Tabú leiðir gönguna í ár og flytur hugvekju.

Gangan hefst klukkan 19.00 á Arnarhóli við styttu Ingólfs Arnarsonar. Það er farið fylktu liði Lækjargötuna, upp Amtmannsstíginn og endað við Bríetartorg.

Háskólakórinn syngur vel valin lög á meðan við yljum okkur með heitu kakói.

Hægt verður að kaupa kerti á 500 krónur.
Jólagjöf UN Women, Ljósastaur í Nýju Delí, verður einnig til sölu á 3.000 krónur.

Sjá nánar á viðburði göngunnar á Facebook síðu þeirra HÉR