Fara í efni

Loftslagsgangan 29. nóvember 2015 - á morgun

Loftslagsgangan 29. nóvember 2015 - á morgun

Hinn 30. nóvember hefst loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna í París.[1]

Þar er stefnt að bindandi samkomulagi um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði að hlýnun andrúmslofts jarðar haldist innan 2° C.

Alþjóðlegar grasrótarhreyfingar hafa staðið fyrir viðamiklu starfi til að setja þrýsting á þjóðarleiðtoga um að draga nægilega úr losun til að halda hlýnun jarðar undir 2° C. Önnur meginkrafa samtakanna er að iðnríkin standi við það fyrirheit sem gefið var í Kaupmannahöfn árið 2009, að styrkja þriðjaheimsríki um 100 milljarða dollara á ári frá og með 2020. Annars vegar til að þessi ríki geti aðlagast nýjum og erfiðum aðstæðum vegna breytinga á loftslagi og hins vegar til að gera þeim kleift að nýta hreinar og endurnýjanlegar orkulindir.

Liður í því er Global Climate March sem verður gengin í fjölmörgum borgum um allan heim þann 29. nóvember næstkomandi.

Við endurtökum því leikinn frá því í fyrra, tökum þátt í Global Climate March, og göngum Loftslagsgönguna í Reykjavík. Við viljum undirstrika þá kröfu að Ísland axli ábyrgð sína í loftslagsmálum og skuldbindi sig í París til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 40% fyrir árið 2030 – óháð markmiði ESB um 40% samdrátt í losun. Ennfremur beri Íslandi að stefna að kolefnishlutleysi fyrir árið



[1] Ráðstefnan í París er 21. þing aðildarríkja Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Rammasamningurinn var gerður í Ríó de Jeneiro árið 1992 og Ísland fullgilti hann árið 1994.

Nánari upplýsingar má fá á natturvernd@natturuvernd.is eða www.natturuvernd.is