Fara í efni

Lýðheilsa 2014, Vegur til Velferðar

Í húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands, Dunhaga 7, Reykjavík.
Lýðheilsa 2014
Lýðheilsa 2014

Í húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands, Dunhaga 7, Reykjavík.

Föstudaginn 28. febrúar 2014 kl 9:00 til 17:00

Skráning: senda póst á lydheilsa2014@gmail.com Ráðstefnugjald er 5000 kr. og greiðist inn á reikn. 0338-26-700408, kt. 700408 1670. Boðið verður upp á hressingu í hádegi og kaffihléi.

DAGSKRÁ
9:00 – 9:25 SKRÁNING

9:30 – 9:40 SETNING RÁÐSTEFNUNNAR LÝÐHEILSA 2014 – VEGUR TIL VELFERÐAR

9:40 – 10:10 Heilsusaga Íslendinga – Ný framsýn ferilrannsókn í lýðheilsu, Arna Hauksdóttir, dósent við miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands 

10:15 – 11:45 ÁHÆTTUÞÆTTIR & FARALDSFRÆÐI
- Dánarmein vegna krabbameina á hitaveitusvæðum á Íslandi.
Aðalbjörg Kristbjörnsdóttir 
- Hefur of fljót klukka á Íslandi áhrif á svefnvenjur Íslendinga?
Björg Þorleifsdóttir
- Andleg og líkamleg heilsa starfsfólks sveitafélaga í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008, Hjördís Sigursteinsdóttir
- Melatoningildi í þvagi og hættan á að fá krabbamein í blöðruhálskirtli, Lára G. Sigurðardóttir
- Könnun á algengi stoðkerfiseinkenna tengdum hljóðfæraleik hjá tónlistarnemendum, Kári Árnason

11:45 – 12:30 HÁDEGI OG VEGGSPJALDAKYNNING 

12:30 – 13:00 Hvers konar heilbrigðiskerfi vilja Íslendingar. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

13:00 – 14:00 ANDLEG LÍÐAN
- Tengsl streitustjórnunar og slökunaræfinga við andlega líðan, lífsgæði og reykingar hjá fólki með langvinna lungnateppu, Kristín Rósa Ármannsdóttir 
- Mikilvægi Hugræktar: Mindfulness (núvitund) meðferðarform eða heilsueflandi lífsstíl í dagsins önn, Elísabet Gísladóttir
- Landskönnun á notkun ADHD lyfja meðal fullorðinna íslendinga á árunum 2003-2012, Drífa Pálín Geirs
- Notkun methýlfenídat í æð meðal íslenskra vímuefnaneytanda, Guðrún Dóra Bjarnadóttir

14:00– 15:00 ALDRAÐIR
- Áhrif styrktaræfinga á líðan eldri Íslendinga, Ólöf Guðný Geirsdóttir
- Tengsl fæðis og árangurs í styrktarþjálfun meðal aldraðra, Ólöf Guðný Geirsdóttir
- Vitræn geta hefur forspágildi um aukinn gönguhraða hjá heilbrigðum öldruðum einstaklingum sem stundað hafa styrktarþjálfun í tólf vikur, Milan Chang
- Tannheilsa aldraðra og lífsgæði, Aðalheiður Svana Sigurðardóttir 

15:00 – 15:20 KAFFIHLÉ OG VEGGSPJALDAKYNNING 

15:20 – 15:5 Atferlishagfæði - leikur að alvöru, Erlendur Egilsson, sálfræðingur á BSP og doktorsnemi við Sálfræðideild HÍ

15:50 – 16:50 BÖRN, UNGMENNI & MEÐGANGA

- Tíðni lágrar fæðingarþyngdar, léttbura- og fyrirburafæðinga í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi árið 2008, Védís Helga Eiríksdóttir
- D-vítamínbúskapur íslenskra barna – tengsl við fæðuinntöku og árstíð, Birna Þórisdóttir
- Áhættuþættir og heilsa á meðgöngu hjá konum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, Agnes Gísladóttir
- Matur og sjónvarp í lífi ungra barna, Steingerður Ólafsdóttir

16:50-17:00 RÁÐSTEFNUSLIT – formaður Félags lýðheilsufræðinga

VEGGSPJÖLD:

- Föst fæða fyrir sex mánaða aldur tengist hraðari vexti á ungbarnaskeiði og auknum líkamsþyngdarstuðli í æsku – Cindy Mari Imai og fél.

- Tengsl styrktarþjálfunar og CRP bólguþáttar hjá eldra fólki – Alfons Ramel og fél.

- Líkamsfita og áhættuþættir fyrir hjarta- og æðasjúkdóma í eldri Íslendingum – Alfons Ramel og fél.

- Langvarandi verkir hjá ekklum 4-5 árum eftir missi – Hildur Guðný Ásgeirsdóttir og fél.

- Tengsl ösku- og sandfoks við innlagnar á bráðadeild Lndspítala Háskólasjúkrahús í Reykjavík – Þröstur Þorsteinsson

- Lífsvenjur og hreyfigeta meðal heilbrigðra aldraðra einstaklinga sem búa í heimahúsum á Íslandi – Milan Chang og fél.

- Handarstyrkur spáir fyrir um aukna vistvæna getu eftir 12 vikna styrktarþjálfun meðal aldraðra sem búa í heimahúsum og eru við góða heilsu – Milan Chang og fél.