Fara í efni

Lýðheilsa 2016 – Heilsa og umhverfi. Ráðstefna 19. febrúar

Ráðstefnan Lýðheilsa 2016 – Heilsa og umhverfi, verður haldin föstudaginn 19. febrúar 2016, kl. 8:30 – 17:00, í salnum Bratta, húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Stakkahlíð. Ráðstefnan er á vegum Félags lýðheilsufræðinga í samstarfi við Embætti landlæknis og Faralds- og líftölfræðifélagið.
Lýðheilsa 2016 – Heilsa og umhverfi. Ráðstefna 19. febrúar

Ráðstefnan Lýðheilsa 2016 – Heilsa og umhverfi, verður haldin föstudaginn 19. febrúar 2016, kl. 8:30 – 17:00, í salnum Bratta, húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Stakkahlíð. Ráðstefnan er á vegum Félags lýðheilsufræðinga í samstarfi við Embætti landlæknis og Faralds- og líftölfræðifélagið.

Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra setur ráðstefnuna. Lykilfyrirlesarar eru Oddur Steinarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem fjallar um eflingu nærþjónustu, dr. Sigríður Haraldsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, sem fjallar um heilsufar og notkun heilbrigðisþjónustu eftir búsetusvæðum. Aðrir lykilfyrirlesarar eru Elva Rakel Jónsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, en hún fjallar um áhrif plastnokunar á umhverfi og lýðheilsu, og Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur sem flytur erindi um umhverfi, innivist og heilsu.

Einnig munu Vilhjálmur Árnason alþingismaður og Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis, flytja erindi og taka þátt í pallborðsumræðum um frumvarp til breytinga á áfengislögum.

Fjölmörg önnur, áhugaverð erindi eru á ráðstefnunni, sjá nánar: Lýðheilsa 2016 – Heilsa og umhverfi. DAGSKRÁ.

Skráning
Skráning á ráðstefnuna Lýðheilsa 2016 – Heilsa og umhverfi fer fram á www.lydheilsa.is.

Ráðstefnugjald er 2.500 kr.

Gígja Gunnarsdóttir
verkefnisstjór

Af vef landlaeknir.is