Lyf sem á að koma í veg fyrir blóðmissi eftir barnsfæðingu gæti bjargað þúsundum lífa
Í fátækum löndum eins og Uganda eru dauðsföll vegna blóðmissi eftir fæðingu afar algeng.
Á fæðingardeild í Katine í Uganda er blóðmissir eftir fæðingu mjög algengur. Á síðasta ári létust um 130.000 konur út um allan heim vegna blóðmissis í kjölfar fæðingar.
Núna er til reynslu nýtt lyf sem á að koma í veg fyrir blóðmissi í kjölfar fæðingar og ef þetta lyf verður að raunveruleika að þá munu bjargast þúsundir lífa á hverju ári. Lyfið verður prufað til reynslu í 12 löndum í júní n.k.
Klínísk rannsók á þessu lyfi mun verða stýrð af World Health Organisation (WHO) og mun hún ná til 29.000 kvenna í Argentínu, Egyptalandi, Indlandi, Kenya, Nígeríu, Pakistan, Singapore, Suður Afríku, Thailandi, Uganda og í Bretlandi. Verður lyfið tekin til prufu í 18 mánuði til að prófa virkni þess.
Þetta lyf er framleitt af Ferring Pharmaceutical og má geyma við stofu hita í löndum sem eru með afar heitt loftslag.
Í dag er lyfið Oxytocin notað til að stöðva blæðingar eftir fæðingu en það lyf verður að geyma í kæli og eru kælar ekki oft aðgengilegir í mörgum löndum.
Samkvæmt WHO eru blæðingar í fæðingu aðal orsökin á hárri dánartíðni í fæðingum og tekur um 130.000 líf árlega út um allan heim.
Markmiðið með þessu nýja lyfi er að draga úr þessum dauðsföllum um 75% fyrir árið 2015.
Ef að WHO tilraunin með lyfinu verður árángursrík mun WHO vinna í samvinnu við lyfjafyrirtækið Merck til að kanna hvernig hægt er að framleiða lyfið á ódýran hátt svo öll lönd eigi möguleika á að kaupa það.
Lyfið sem notað er í dag, Oxytocin kostar um 1 pund og eru þeir hjá Pettigrew að vona að þetta nýja lyf muni helst vera ódýrara.
Kenneth Frazier stjórnarformaður hjá Merck sagði: “Að vinna með öðrum að þessu verkefni að þá eigum við að geta fundið betri lausn og gera þetta að veruleika. Komi þetta nýja lyf til með að virka sem skyldi að þá er það sigur í sjálfu sér, því þá erum við að koma í veg fyrir orsök þess að konur deyji í fæðingu vegna blóðmissis”.
Heimildir: theguardian.com