Málþing um loftgæði verður haldið þann 24.nóvember á Grand hótel kl 13-18
Loftgæði á heilbrigðisstofnunum vinnustöðum og heimilum hafa verið í brennidepli að undanförnu og talsverðar umræður skapast um viðhald bygginga og þörf fyrir endurnýjun þeirra.
Loftgæði á heilbrigðisstofnunum vinnustöðum og heimilum hafa verið í brennidepli að undanförnu og talsverðar umræður skapast um viðhald bygginga og þörf fyrir endurnýjun þeirra.
Hönnun bygginga, efnisval, framkvæmd, viðhald og notkun hefur víðtæk og afgerandi áhrif á daglega líðan okkar, virkni og frammistöðu í leik og starfi.
Það er brýnt að efla þverfaglegt samstarf fagaðila til að tryggja lífsgæði okkar og heilsu með hagkvæma nýtingu fjármagns að leiðarljósi.
IceIAQ er meðlimur í alþjóðasamtökum ISIAQ sem eru samtök um loftgæði innandyra. IceIAQ var stofnað til þess að vekja athygli á þessum málaflokki hérlendis
Allir velkomnir.