Fara í efni

Málþing Félags fagfólks um offitu á Læknadögum 2015

Ný sýn á offitumeðferð.
Málþing Félags fagfólks um offitu á Læknadögum 2015

Ný sýn á offitumeðferð

Þann 19. jan 2015 mun Félag Fagfólks um offitu (FFO) standa fyrir málþingi á Læknadögum undir yfirskriftinni „Ný sýn á offitumeðferð.“  Þar munu fimm sérfræðingar halda erindi frá kl. 13:10 til kl. 16:10. Aðalfyrirlesari málþingsins er Dr Sharma frá Kanada sem er einn fremsti sérfræðingur í málefnum offitu í heiminum í dag.

Fjallað verður um núverandi stöðu á offitumeðferð í íslensku heilbrigðiskerfi og tengsl offitu og svefntruflana, fíknisjúkdóma og þarmaflórunnar, málefni sem ekki hafa verið áberandi í umræðu um offitu hingað til. Á málþinginu verður lögð áhersla á hlutverk heilbrigðiskerfisins í offituvandanum og hvernig skynsamlegt er að nálgast einstaklinga sem glíma við offitu. Vakin er athygli á því hversu margþættur sjúkdómur offitan er og mikilvægi þess að veita viðeigandi langtíma meðferð.

Það er von okkar hjá FFO að fjölmiðlar sýni málþinginu áhuga og bjóði einhverjum af okkar fyrirlesurum að koma í viðtal til að kryfja þetta mikilvæga málefni á málefnalegan máta. Dr Sharma er tilbúinn að veita fjölmiðlum viðtöl í dvöl sinni hér á landi.

Tímasetning:            mánudagur 19. janúar 2015, kl. 13:10-16:10

Titill málþings:             Ný sýn á offitumeðferð

Fundarstjóri:           Tryggvi Helgason, barnalæknir

Málþing FFO í samvinnu við Félag íslenskra heimilislækna (FÍH) og Félag matvæla- og næringarfræðinga Íslands (MNÍ)

Dagskrá

13:10-13:15 Setning

13:15-14:15 Arya Sharma, MD/PhD, Alberta University, Canada:
The 5As of Obesity Management

14:15-14:35 Erla Gerður Sveinsdóttir læknir:
Getum við gert betur?

14:35-15:05 kaffihlé

15:05-15:25  Anna Sigríður Ólafsdóttir næringarfræðingur
Þarmaflóran – hlutverk í seddustjórnun, samspil við fæðu og áhrif á holdafar.

15:25-15:45  Vera Tarman, MD, Canada
Food Addiction: Does it Exist? Why do We Care?

15.45-16:05   Sólveig Dóra Magnúsdóttir læknir
Eggið eða hænan, svefntruflun og offita

16:05-16:10 Slit  

Það er okkur mikill heiður að fá að kynna málþing á Læknadögum í Hörpu þann 19. janúar næstkomandi. Tilgangur þingsins er að varpa fram nýrri sýn á offitumeðferð og reyna þannig að auðvelda þeim sem fást við sjúklinga með offitu að nálgast þá úr nýrri átt og hreyfa við lífsvenjum þeirra í rétta átt.

Aðalræðumaður þingsins er Arya Sharma sem þekktur er fyrir skrif sín á síðunni http://www.drsharma.ca og er stofnandi og forstöðumaður vísindadeildar (e. Scientific Director) hins Kanadíska offitunets (Canadian Obesity Network) sem er tengiliðanet yfir 10.000 rannsakenda, heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem að offitumálum í Kanada koma. Forvitnilegt verður að heyra nálgun hans á hver aðalatriðin eiga að vera í offitumeðferð.

Auk þess koma til landsins tveir gestir til viðbótar frá Norður-Ameríku, Vera Tarman, sem sérhæft hefur sig í matarfíkn og Sólveig Dóra sem tala mun um svefninn og offitu.

Anna Sigríður og Erla Gerður úr okkar ranni munu svo taka ný sjónarhorn á hvað við eigum að leggja áherslu á og skoða til að auðvelda okkur hvatninguna á skjólstæðingahópnum.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um fyrirlesarana okkar en nánari upplýsingar má fá hjá Erlu Gerði Sveinsdóttur erla@heilsuborg.is eða í síma 860-1950

Stjórn FFO:

Anna Sigríður Ólafsdóttir

Elfa Brá Aðalsteinsdóttir

Erla Gerður Sveinsdóttir, formaður

Ester Helgadóttir

Fríða Rún Þórðardóttir

Hildur Thors

Tryggvi Helgason

Nánari upplýsingar um fyrirlesarana:

Þeir sérfræðingar sem FFO hefur fengið til liðs við sig eru læknarnir Dr. Arya Sharma og Vera Tarman frá Kanada, Sólveig Dóra Magnúsdóttir frá Bandaríkjunum, Erla Gerður Sveinsdóttir læknir og Anna Sigríður Ólafsdóttir næringarfræðingur. Tryggvi Helgason barnalæknir verður fundarstjóri.

Það er mikill heiður fyrir okkur Íslendinga að fá til landsins svo virta fræðimenn sem Dr. Sharma sem er aðalfyrirlesari málþingsins. Dr. Tamari og Sólveig Dóra eru en Erla Gerður og Anna Sigríður eru einnig mikilsvirtar á sínu sviði og hafa langa reynslu á sviði offitumeðferðar og næringar.

Dr. Arya M. Sharma er mikilsvirtur prófessor við Alberta háskóla í Kanda og hefur meðal annars yfirumsjón með offiturannsóknum þar. Hann er einnig læknisfræðilegur stjórnandi þess hluta heilsugæslunnar í Alberta ríki er snýr að meðferð við offitu (Alberta Health Services Provincial Obesity Strategy). Dr. Sharma er mjög skemmtilegur fyrirlesari og heldur fjölda erinda og námskeiða er snúa að orsökum og meðferð við offitu og tengdum sjúkdómum. Hann er auk þess höfundur og meðhöfundur yfir 300 vísindagreina um málefnið.

Árið 2005 var Dr. Sharma í forsvari fyrir stofnun tengslanets kanadískra offitumeðferða (Canadian obesity network) sem hann stýrir, og tengir yfir 6000 rannsakendur og heilbrigðisstarfsmenn sem starfa í tengslum við offitu. Stofnun þessa tengslanets hefur gerbreytt landslagi er snýr að rannsóknum og meðferð við offitu í Kanda. Hans eigin rannsóknir fjalla aðallega um nýjungar í meðferð offitusjúklinga og felur meðal annars í sér þróun á sérstöku greiningartæki sem nota má í meðferð við offitu (Edmonton obesity staging system).

Sharma er tíður gestur á þarlendum og erlendum sjónvarpsstöðvum auk þess sem greinar eftir hann og viðtöl birtast í blöðum og tímaritum til dæmis New York Times. Dr. Sharma heldur úti eigin vefsíðu þar sem hann veltir upp hugmyndum og skoðunum sínum er snúa að forvörnum og meðferð við offitu http://www.drsharma.ca/

Dr. Vera Ingrid Tarman er læknir sem hefur margvíslega reynslu að baki á sviði læknisfræðinnar en hún hefur sem yfirlæknir stærstu fíknimeðferðarstofnunar Kanada, sérhæft sig í fíknisjúkdómum og eytt síðastliðnum 17 árum í læknisfræðilegum meðferðarúrræðum fyrir þá sem þjást af fíknisjúkdómum, og nú síðustu ár á sviði matarfíknar. Hún hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir kennslu og skrif sín, komið fram í sjónvarpsþáttum auk þess að vera vinsæll fyrirlesari um allan heim. Hún hefur nýlega gefið út bókina Food Junkies sem hefur hlotið mikla athygli. Dr. Tarman leggur áherslu á vísindin á bak við matarfíkn og hvers vegna við notum mat til að láta okkur líða betur. Árið 2008 setti hún á laggirnar vefsíðuna Addicions Unplugged www.addictionsunplugged.com sem svar við brýnni þörf sem hún upplifði að væri til staðar í samfélaginu og þá sér í lagi vegna matarfíknar. Í dag þjónar vefsíðan mikilvægum tilgangi sem miðja upplýsinga og umræðna fyrir lækna, þá sem starfa með einstaklingum með fíknisjúkdóma og þá sem þurfa á fræðslu og stuðningi að halda. Auk alls þessa hefur Dr. Tarman starfað sem læknisfræðilegur sjálfboðaliði fyrir Hjálpræðisherinn síðan árið 2004.

Sólveig Dóra Magnúsdóttir útskrifaðist frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 1994 og er sérfræðingur í heimilislækningum fá sama skóla. Hún hefur starfað um árabil í Bandaríkjunum og stýrir nú svefnmælingafyrirtækinu SleepImage í Denver, Colorado.

Erla Gerður Sveinsdóttir útskrifaðist frá Læknadeild Háskóla Íslands 1994 og er sérfræðingur í heimilislækningum fá sama skóla. Hún er einnig með meistaragráðu í lýðheilsufræðum frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað við offitumeðferð á Reykjalundi, Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og í Heilsuborg. Hún er formaður Félags fagfólks um offitu.

Dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir er dósent í næringarfræði og námsbrautarstjóri framhaldsnáms í íþrótta- og heilsufræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún stundar meðal annars rannsóknir á heilsu og holdafari framhaldsskólanema, hefur verið með í þróun og starfi Heilsuskólans sem er fjölskyldumiðuð meðferð fyrir börn í offitu og félagi í FFO frá stofnun. Hún hefur jafnframt verið virk í að miðla upplýsingum um næringu og heilsu innan fræðasamfélagsins og til almennings í formi erinda og fræðslu í fjölmiðlum.