Málþing um matar- og sykurfíkn
Hvernig bætum við meðferðir við offitu og átvanda !
Er matar-/sykurfíkn - Púslið sem vantar í umræðuna.
Matarheill stendur fyrir málþingi í Norræna Húsinu 6. september nk. kl. 10-14. Málþingið er ætlað fagfólki í heilbrigðis-, velferðar-, og uppeldisgreinum, ásamt þeim sem starfa við fíknimeðferðir en er einnig opið öllum sem hafa áhuga á málefninu.
Efni málþingsins: Skimun, greining og meðferðaplan vegna matarfíknar.
Bitten Jonsson MSc, er sænskur hjúkrunar- og sérfræðingur í fíknimeðferðum sem mun kynna sérstakt greiningartæki, ADDIS S, sem notað er í tilfellum matarfíknar. Tækið sýnir þróunarferil fíknarinnar og er eitt besta tæki sinnar tegundar til að brjóta á bak afneitun skjólstæðings á vanda sínum. Auk þess virkar það einnig sem grunnur að meðferðaráætlun fyrir skjólstæðinga. Nýjar rannsóknir sýna að 80% alkóhólista og eiturlyfjaneytenda fá bakslag á fyrstu tveimur árum eftir að þeir hefja meðferð. Ástæður þessa eru í mörgum tilfellum ógreindar fíknir og algengust er sykur/matarfíkn. Með ADDIS S. má greina allar fíknir skjólstæðingsins og gera meðferð markvissari og skilvirkari.
Dagskrá málþingsins:
1. Kynning á ADDIS-S greiningartækinu, Bitten Jonsson.
2. Kynning á meðferðaferli vegna matarfíknar, Bitten Jonsson og Esther H. Guðmundsdóttir MSc.
3. Kynning á skimunar- og fræðsluefni um matarfíkn sem Matarheill mun senda fagfólki um allt land, Esther H. Guðmundsdóttir.
4. Kynning á námi fyrir fagfólk um matarfíknarráðgjöf. Esther H. G. og Bitten Jonsson.
Meðferðarferlið sem kynnt verður:
1. Skimun, mat, greining og meðferðaráætlun.
2. Líkamleg afeitrunarmeðferð.
3. Heildræn meðferðaráætlun (sem byggir 12 spora nálgun) og felur í sér einn eða fleiri af eftirfarandi þáttum: aðalmeðferð, innlögn, göngudeildarmeðferð, net-, skype- eða símaviðtöl og fallmeðferð.
4. Endurkomur og föll. Sértæk meðferð.
5. Eftirmeðferðaráætlun, 12 spora bataleiðir og meðferðarheldni.
Skráning fer fram á matarheill@matarheill.is og nánari upplýsingar veitir Esther Helga Guðmundsdóttir í síma 699-2676