Markmið Framfara
Aðalmarkmið félagsins er að vekja athygli á millivegalengda- og langhlaupum bæði sem íþróttagrein og tómstundagamni. Efla unglingastarf og skapa samstöðu meðal hlaupara í lengri vegalengdum, jafnt þeirra sem stefna á alþjóðleg afrek og hinna sem stunda hlaup sér til skemmtunar og heilsubótar.
Til frekari markmiða má telja að verðlauna hlaupara fyrir góðan árangur og styðja við bakið á þeim fjárhagslega eins og félagið hefur bolmagn til. Bættur árangur á alþjóðlegum vettvangi er einnig mikið metnaðarmál Framfara. Efling fræðslustarfs og sameiginlegir fundir hlaupara og áhugafólks um hlaup er einnig á dagskrá félagsins. Einnig má telja að það gagnist öllum að skapa vettvang skoðanaskipta netleiðis og með sameiginlegum fræðslu- og spjallfundum, enda læri menn þannig hver af öðrum.
Síðast en ekki síst má nefna eflingu á þátttöku beggja kynja og allra aldursflokka í almenningshlaupum en forvarnarstarf íþróttarinnar er þar hvað mest.