Fara í efni

Marta María er ekki megrunarsjúk

Sú glæsilega fjölmiðlavalkyrja Marta María Jónasdóttir prýðir forsíðu veglegs jólablaðs MAN. Marta María stjórnar Smartlandinu sínu á mbl.is, einhverjum allra vinsælasta lífstíls- og mannlífsvef landsins.
Marta María er í stuði í nýjasta MAN.
Marta María er í stuði í nýjasta MAN.

Sú glæsilega fjölmiðlavalkyrja Marta María Jónasdóttir prýðir forsíðu veglegs jólablaðs MAN. Marta María stjórnar Smartlandinu sínu á mbl.is, einhverjum allra vinsælasta lífstíls- og mannlífsvef landsins.

Hún fer vítt og breitt í viðtali við MAN og ræðir meðal annars ástina, lífið og svarar gagnrýni sem hún hefur orðið fyrir. Einhverjar kjaftasögur eru líka afgreiddar og þannig hafnar Marta María því alfarið að hún sé “megrunarsjúk.”

„Ég hef verið gagnrýnd fyrir að vera með megrunarsýki sem mér finnst skondið því sjálf er ég alltaf að reyna að halda mér á beinu brautinni varðandi hreyfingu og mataræði. Ég er því ekki megrunarsjúk en mikið frekar að miðla sniðugum leiðum og hvatningu að heilbrigðu líferni. Ég veit nefnilega að ef heilsan er ekki góð náum við ekki að láta alla okkar drauma rætast,“ segir Marta meðal annars í viðtalinu.

Fyrir utan vinnuna segir Marta eldamennsku vera aðaláhugamál sitt og hún heldur úti Matreiðsluþætti Mörtu Maríu á Smartlandi: „Ég hef óbilandi áhuga á mat og þá sérstaklega mat sem bætir líf okkar. Það geta allir búið til sælkerarétti úr rjóma, smjöri og osti en það er galdur að búa til veislumat úr hráefni sem flokkast sem hrein fæða. Mitt markmið með þessu er að fá fólk til að elda sjálft og borða minna af sykri og aukaefnum. Ég vil nefnilega að fólk borði mat, ekki duft, og þá þarf maturinn að vera fullnægjandi.“