Matreiðslunámskeið með raw/vegan Chef Colleen
Colleen er margverðlaunaður hráfæðikokkur sem hefur verið hægri hönd David Wolfe síðastliðin ár og hafa þau í sameiningu hannað margar frábærar uppskriftir.
Gefst okkur nú einstakt tækifæri að læra og fræðast hjá þessum mikla snillingi.
Lærðu að elda gómsætan bæði raw og vegan mat með lágan sykurstuðul (low GI). Sykurneysla í heiminum í dag hefur tvöfaldast síðustu 35 ár og er þekktur valdur að mörgum sjúkdómum. Hvernig getum við notið þess að lifa og borða góðan mat án þess að leggja heilsu okkar að veði?
Colleen verður með námskeið í Gló Fákafeni þann 6. Júni á milli kl. 12-15 þar sem þú lærir að gera holla eftirrétti, millimál, drykki, og mat með besta hráefninu án þess að nota sykur. Hún mun kenna ykkur mörg ráð og “tips” til að vinna á sykurlönguninni og hjálpa ykkur að ná heilsu markmiðum
Það sem þú munt læra m.a:
• Turmeric Tonic (bólgueyðandi).
• Kakódrykkur sem kemur jafnvægi á hormónana.
• Sykurlaus súkkulaði “treat”.
• Granola orkubar.
• Próteinríka bláberja muffins.
• Dásamlegan súkkulaði búðing.
• Og fleira
Þú getur skráð þig á námskeiðið hér