McDonalds gerirst lífrænn
Maturinn hjá skyndibitakeðjunni McDonalds hefur hingað til ekki verið talinn til hollustufæðis. Í því sambandi nægir að minna á kvikmyndagerðarmanninn Morgan Spurlock sem stofnaði heilsu sinni í stórhættu með því að lifa á stækkuðum McDonalds-máltíðum í mánuð í heimildarmyndinni Supersize Me.
Fyrir viku dró þó til tíðinda hjá McDonalds þegar fyrsti lífræni hamborgari fyrirtækisins, McB, kom á markað. McB verður í boði á völdum McDonalds-stöðum í Þýskalandi frá 1.október til 18. nóvember. Kjötið í borgarann kemur frá lífrænum býlum í Þýskalandi og Austurríki og eru bornir fram í sólblómafræjabrauði með Edam osti og lollo biondo salati.
Kröfur neytenda um heilsusamlegt, náttúrulegt fæði eru orðnar mjög háværar auk þess sem áhersla á umhverfisvæna framleiðslu hefur aukist til muna. McDonalds hefur reynt að laga sig að breyttum tíðaranda og þessi tilraun með McB-borgarann er stórt skref í þá átt.
McB er viðbragð McDonalds við minnkandi sölu á kólestról-sprengjunum sem staðirnir eru þekktastir fyrir. Gangi McB vel í Þýskalandi má telja víst að hann festi sig í sessi á matseðli fyrirtækisins og verði í boði á McDonalds-stöðum um víða veröld.
Samkæmt McDolands er kjötið sem notað er í nýja borgarann laust við fúkkalyf, óheilnæman áburð og unnið úr búfénaði sem gengur laus í guðsgrænni náttúrunni og lætur engan ónáttúrulegan óþverra ofan í sig.