Með kreppta hnefa, hugleiðing frá Guðna lífsráðgjafa á þriðjudegi
hugleiðing á þriðjudegi~
Prófaðu að loka augunum og kreppa báða hnefana.
Krepptu þá mjög fast og haltu lengi. Finndu spennuna í fingrum, lófum, handlegg og upphandlegg – finndu hvernig spennan streymir upp í axlir, upp hálsinn, upp í hnakka og hvirfil.
Slepptu svo og opnaðu lófana, finndu lífið streyma á ný.