Fara í efni

Meiðslahætta í íþróttum

Möguleiki á meiðslum er alltaf til staðar í íþróttum. Styrktarþjálfari þarf að búa til þarfagreiningu (e. Need analysis) á hverjum íþróttamanni/íþróttagrein til þess að gera sér grein fyrir meiðslaáhættu í þeirri grein sem verið er að vinna með.
Meiðslahætta í íþróttum

Möguleiki á meiðslum er alltaf til staðar í íþróttum.

Styrktarþjálfari þarf að búa til þarfagreiningu (e. Need analysis) á hverjum íþróttamanni/íþróttagrein til þess að gera sér grein fyrir meiðslaáhættu í þeirri grein sem verið er að vinna með.

Æfingar og skipulag eiga að stjórnast af þeirri þarfagreiningu. Þá ætla ég einmitt að koma inn á það sem ég hef oft tuðað um áður: Eitt fyrir alla er ekki ásættanleg nálgun á íþróttamenn sem vilja ná langt og bæta sína frammistöðu. Það eru allt of margar breytur sem þarf að huga að áður en æfingakerfið er skrifað.

Að sjálfsögðu er ekki hægt að koma í veg fyrir öll meiðsli, þar sem sum þeirra verða við mikil högg og samstuð, eins og t.d. tæklingar í fótbolta eða snúningar á ökkla þar sem viðkomandi lendir á fæti mótherja síns.

Álagsmeiðsli er hins vegar hægt að koma í veg fyrir og halda í algjöru lágmarki, með því að skipuleggja þjálfun allt árið og sjá til þess að einstaklingurinn sé nógu sterkur og stöðugur til þess að takast á við það álag sem fylgir íþróttagreininni.

Tveir mikilvægir þættir auka líkur á meiðslum til muna í íþróttum. 1) Þegar íþróttamaðurinn er orðinn orkulaus (e. Fatique) eftir mikla áreynslu og 2) þegar íþróttamaðurinn verður fyrir skertum kraft í vefjum líkamans (e. Tissue fatique) vegna álags, þar sem liðir, liðamót, sinar, vöðvar og bein geta ekki spornað við álaginu þegar verið er að gera kraftmikla hreyfingu t.d.

Styrktarþjálfari getur sett upp æfingakerfi á ársgrundvelli til þess að koma í veg fyrir að þetta gerist.

Þá þarf að spyrja nokkurra spurninga:

  1. Hversu mikil meiðslahætta fylgir íþróttinni sem verið er að vinna með?
  2. Hvar á líkama eru algengustu meiðslin? (hné, bak, mjaðmir, ökklar?)
  3. Hvaða íþróttamenn eru líklegastir til þess að meiðast?
  4. Hvernig getur æfingakerfið minnkað líkurnar á þessum meiðslum?

Með því að nota þær upplýsingar sem nauðsynlegt er að safna (þarfagreining – hreyfigreining, o.fl) getur styrktarþjálfarinn haldið sínu liði í toppstandi ásamt því minnka líkur á meiðslum.

Grein af vef FAGLEG FJARÞJÁLFUN

 

Vilhjálmur Steinarsson, Þjálfari

Menntun:

Íþróttafræðingur B.Sc frá Háskólanum í Reykjavík

Námskeið:

  • Uppbygging æfingakerfa-Lee Taft
  • Ólympískar lyftingar-Lee Taft
  • Stafræn þjálfun-Mike Boyle
  • Afreksþjálfun íþróttamanna í Serbíu með núverandi styrktarþjálfara CSKA Moscow
  • Strength & conditioning clinic í Pesaro á Ítalíu sumarið 2011. Á vegum styrktarþjálfara Toronto Raptors í NBA deildinni, Francesco Cuzzolin.
  • Námskeið í mælingum (Súrefnisupptaka og mjólkursýruþröskuldur)
  • Elixia TRX group training instructor.
  • Running Biomechanics – Greg Lehman
  • Running assessment and rehabilitation- Greg Lehman

Villi hefur stundað körfubolta síðan hann man eftir sér og spilað með þremur liðum í úrvalsdeild, Haukum, Keflavík og síðast hjá ÍR.

Villi starfaði sem styrktarþjálfari hjá úrvalsdeildarliði ÍR í körfubolta í tvö ár, áður en hann flutti út til Noregs.

Nú starfar Villi sem styrktarþjálfari fyrir íþróttamenn og hefur einnig yfirumsjón með styrktarþjálfun í framhaldsskóla sem ætlaður er íþróttafólki úr hinum ýmsu íþróttagreinum. Einnig vinnur hann náið með sjúkraþjálfurum á stöð sem heitir Stavanger Idrettsklinikk (www.stavangeridrettsklinikk.no)

Ásamt því að einkaþjálfa, þá fær Villi til sín íþróttafólk úr öllum áttum í nákvæmar greiningar og mælingar (Vo2 max, mjólkursýruþröskulds mælingar, o.fl) þar sem hann hjálpar þeim að bæta frammistöðu og skipuleggja þjálfun.