Fara í efni

Miðjarðahafs agúrkurúllur með feta

Það er auðvelt að búa til þessar agúrkurúllur, hollt sem snakk eða léttur hádegismatur. Þú þarft aðeins agúrku, hummus, grillaða papriku og fetaost. Það er auðvelt að skera agúrkuna endilanga með ostahnífi, smyrja hummus yfir, strá papriku og fetaosti yfir og rúlla upp.
Miðjarðahafs agúrkurúllur með feta

Það er auðvelt að búa til þessar agúrkurúllur, hollt sem snakk eða léttur hádegismatur.  Þú þarft aðeins agúrku, hummus, grillaða papriku og fetaost.  Það er auðvelt að skera agúrkuna endilanga með ostahnífi, smyrja hummus yfir, strá papriku og fetaosti yfir og rúlla upp.

 

 

 

Fyrir 6 manns

  • 1 stór agúrka
  • 1/6 tsk svartur pipar
  • 6 msk hummus
  • 1 grilluð rauð paprika eða sólþurrkaðir tómatar
  • 6 msk mulin fetaostur

Aðferð

Skerðu agúrkuna langsum með ostahníf.  Um að gera að sleppa við að nota sneiðarnar sem eru með fræjum.  Þú ættir að fá um það bil 12 sneiðar af einni agúrku.  Stráðu svörtum pipar yfir allar sneiðarnar.  Settu 1 ½ tsk af hummus á hverja sneið.  1 ½ tsk einnig af grillaðri papriku og sama magn af fetaosti yfir hverja sneið.  Þessu er svo rúllað upp og lokað með tannstöngli.  Passaðu að rúlla þeim ekki of þétt upp þá rennur fyllingin út.  

Höfundur og myndir: Amanda Finks

Tengt efni: