Tæki sem á að koma í veg fyrir mígreni samþykkt af FDA í Bandaríkjunum
Food and Drug Administration – FDA í Bandaríkjunum hefur samþykkt tæki sem á að koma í veg fyrir mígreni. Þetta var tilkynnt í gær 11.mars 2014.
Tækið, sem kallað er Cefaly er sett um höfuðið og gengur fyrir batteríum. Það liggur yfir enni og eyru, sagði FDA í tilkynningunni.
“Notandinn stillir tækinu þannig að það sitji á miðju enninu, aðeins fyrir ofan augu, þar sem það festir sig með sjálflímandi tækni. Tækið sendir rafstraum í húðina og undirliggandi vefi til að örva greinar trigeminal taugarinnar sem hefur verið tengd við mígreni”
Cefaly er belgísk uppfinning og er aðeins hægt að fá með lyfseðli. Tækið er eingöngu ætlað fullorðnum og má bara nota í 20 mínútur á dag. FDA tók fram að notandinn myndi finna fiðring eða nudd tilfinningu þar sem rafstraumurinn færi inn í húðina.
Einn sérfræðingur í mígreni fagnar þessari uppfinningu og samþykkinu.
“Þetta tæki er afar jákvætt skref fram á við í meðhöndlun á mígreni, þar sem tækið sýnir fram á mikilvægi þess er kallar fram mígreni köst, og beinist að því” sagði Dr. Myma Cardiel, en hún er prófessor í taugalækningum við NYU Langone Medical Center og NYU School of Medicine í New York borg.
Hún bætti síðan við að jákvæð svörun við Cefaly tækinu væri sambærileg því að taka inn lyf við mígreni.
Milljónir manna um allan heim þjást af mígreni, sem oftast eru ákafir verkir á einni hlið höfuðsins,ásamt ógleði og mikilli viðkvæmni við ljós og hljóð. Konur eru þrisvar sinnum líklegri en karlmenn til að fá mígreni.
Samþykki FDA á Cefaly er byggð á rannsókn á 67 einstaklingum sem fengu tvö eða fleiri mígreni köst á mánuði og höfðu forðast að taka inn lyf í þrjá mánuði áður en tækið var prufað. Niðurstaðan er sú að þeir sem notuðu tækið fengu töluvert færri mígreni köst og þurftu minna á lyfjum að halda.
Samþykkið er einnig byggt á rannsókn á ánægju 2,300 sjúklinga sem notuðu Cefaly tækið í Belgíu og Frakklandi. Sú rannsókn sýndi að 53% af þeim sem notuðu tækið voru afar ánægðir og myndu kaupa það til að halda áfram að nota.
Tækið kostar 300$ í Kanada en ekki er vitað hvað það mun kosta í Bandaríkjunum samkvæmt vefsíðu Cefaly fyrirtækisins.
Nokkrir af þeim sem tóku þátt í rannsókninni sögðu að tilfinningin við að nota tækið væri ekki góð. Aðrir kvörtuðu yfir því að mikil syfja sótti á þá á meðan á meðferðinni stóð og höfuðverkur fylgdi í kjölfarið segir í tilkynningu FDA.
Engar alvarlegar aukaverkanir voru tilkynntar.
Heimild: drugs.com