Fara í efni

Morgungrautur úr tröllahöfrum

Þegar ég geri morgungrauta finnst mér best að nota annaðhvort tröllahafra eða chiafræ sem undirstöðu og legg ég það í bleyti yfir nótt. Byggflögur eru líka góðar í grauta.

Morgungrautur úr tröllahöfrum

Þegar ég geri morgungrauta finnst mér best að nota annaðhvort tröllahafra eða chiafræ sem undirstöðu og legg ég það í bleyti yfir nótt. Byggflögur eru líka góðar í grauta.

100 g tröllahafrar/grófar hafraflögur

1 msk kókosflögur eða kókosmjöl

1 msk sesamfræ

1 msk graskers- eða sólblómafræ

1 tsk birkifræ

4 – 5 döðlur

lófafylli af rúsínum

vatn

Ofan á:

Kakónibbur, kakó eða kanill og ferskir ávextir til að setja út á grautinn.

Rís- eða möndlumjólk

Setjið hafra, kókos, fræ, rúsínur og klipptar döðlur í skál að kvöldi til. Þekið vel með vatni (láta vatnið fljóta um 1 cm fyrir ofan grautinn), lokið skálinni og setjið inn í ísskáp.

Um morguninn er skálin tekin út  úr ísskápnum og er mest allt vatnið horfið inn í hafrana, rúsínurnar og döðlurnar.  Ef enn er mikið vatn er gott að sía það aðeins frá grautnum og hella því niður.

Notið töfrasprota til þess að blanda innihaldsefnunum vel saman í mjúkan graut en einnig er hægt að setja allt í matvinnsluvél eða blandara.

Strái' svo kakónibbum, kakói eða kanil yfir grautinn og að lokum niðurskornum blönduðum ávöxtum. Best finnst mér að nota alls konar ber, epli, banana eða mangó. Svo er gott að setja rís- eða möndlumjólk yfir grautinn.

Höfundur Stefanía Sigurðardóttir