Fara í efni

MORGUNVERÐUR – Dúnmjúkar sítrónu – ricotta pönnukökur

Frábær breyting frá hefðbundnum pönnsum með því að nota ricotta ost og sítrónur.
MORGUNVERÐUR – Dúnmjúkar sítrónu – ricotta pönnukökur

Frábær breyting frá hefðbundnum pönnsum með því að nota ricotta ost og sítrónur.

Einnig er afar gott að toppa þær með blönduðum berjum og sítrónusafa.

Undirbúningstími eru um 10 mínútur, eldunartími eru um 18 mínútur og uppskrift er fyrir 6.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hráefni:

1 ½ bolli af heilhveiti

1 tsk matarsódi

½ tsk af góðu salti

1 bolli af möndlumjólk eða mjólk að eigin vali

2 stór egg – skilja að rauðu og hvítu

2 msk af púðursykri – má sleppa

2 msk af kjöti innan úr sítrónu – án steina

½ bolli af ricotta osti

Olía eftir smekk

Leiðbeiningar:

Í stóra skál skal hræra saman hveiti, matarsóda og salti.

Í minni skál skal hræra saman mjólkinni, eggjarauðum, sykur (ef hann er notaður) sítrónukjöti og ricotta osti – notið hendurnar til blanda þessu saman.

Í hreina skál skal þeyta eggjahvítur þar til þær eru stífar – notið rafmagnsþeytara.

Bæti þurrefnum saman við mjólkurblönduna og varlega blandið eggjahvítunum saman við.

Taktu stóra pönnu og notaðu þá olíu sem þú vilt, hitið á meðal hita. Notið góða skeið til að setja deig á pönnu og gera góðar jafnstórar pönnukökur. Eldið í 2-3 mínútur á hvorri hlið.

Berið fram nýbakað og njótið vel!