Fara í efni

Morgunverður – hrærð egg með osti – ríkur af próteini

Á vefsíðunni Health.com má finna dásamlegar uppskriftir af hollum og próteinríkum morgunverðum.
Girnilegt ekki satt ?
Girnilegt ekki satt ?

Á vefsíðunni Health.com má finna dásamlegar uppskriftir af hollum og próteinríkum morgunverðum.

Hér er ein slík uppskrift. Það tekur 5 mínútur að undirbúa og 10 mínútur að elda.

Þessi uppskrift er fyrir 4.

Gæti ekki verið einfaldara.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hráefni:

2 msk af ósöltuðu smjöri – nema þú viljir nota t.d kókósolíu

1 lítill rauðlaukur – saxaður smátt

1 jalapeno – skorið í þunna hringi, nota fræjin

12 stór egg – hræra þau létt saman

¼ tsk af sjávarsalti

½ tsk af pipar

115 gr af geitaosti – ef þú finnur ekki slíkan ost notaðu þá þinn uppáhalds

2 msk af graslauk – afar fínt saxaður

Leiðbeiningar:

  1. Á stórri járnpönnu (cast-iron skillet) skaltu bræða smjörið á meðal hita. Bættu svo við lauk og jalapeno og láttu malla í 5-7 mínútur, passa að ekkert brenni við. Hrærðu núna eggjum,salti og pipar saman við og haltu áfram að hræra meðan egg og allt blandast saman. Þetta eru um 3 mínútur.
  2. Taktu pönnuna af hitanum og blandaðu geitaosti og graslauk saman við.

Berðu fram strax og gott er að nota gróft trefjaríkt brauð með þessum morgunverði.

Njótið vel!