Fara í efni

MORGUNVERÐUR – ommiletta með sólþurrkuðum tómötum, geitaosti og fersku basil

Þessi er dásamleg. Þú nýtur bragðs miðjarðarhafsmataræðis í þessari grænmetis ommilettu. Hún er próteinrík, inniheldur andoxunarefni og kalk.
MORGUNVERÐUR – ommiletta með sólþurrkuðum tómötum, geitaosti og fersku basil

Þessi er dásamleg. Þú nýtur bragðs miðjarðarhafsmataræðis í þessari grænmetis ommilettu.

Hún er próteinrík, inniheldur andoxunarefni og kalk.

 

Undirbúningstími eru um 7 mínútur og eldunar tími um 8 mínútur.

Uppskrift er fyrir 6.

 

 

 

 

 

 

Hráefni:

1 msk af olíu að eigin vali

1 bolli af söxuðum lauk

4 stór egg

2 eggjahvítur

¼ tsk af pipar

Sólþurrkaðir tómatar eftir smekk – kaupa í pakka, ekki í olíu

¼ bolli af geitaosti

¼ bolli af basil – fersku söxuðu

Leiðbeiningar:

1. Steikið grænmetið.

Forhitið ofninn í 200 gráður. Notið góða járnpönnu, helst með þykkum botni sem þolir að fara í ofninn. Hitið 1 msk af olíunni á pönnu á meðal hita og setjið laukinn á pönnuna. Eldið þar til laukur er mjúkur og fínn – tekur um 3 mínútur.

2. Að bæta eggjahrærunni á pönnuna.

Hrærið saman eggin og eggjahvítur og kryddið með pipar. Hellið hrærunni yfir laukinn og dreifið svo sólþurrkuðu tómötunum yfir.

3. Osturinn

Bætið nú ostinum saman við. Notið ¼ bolla af osti eða meira ef það er þinn smekkur. Setjið nú pönnuna í ofninn í um 2 mínútur eða þar til ommilettan hefur risið aðeins. Takið pönnu úr ofni og stráið yfir fersku basil.

4. Á diskinn og bera fram

Besta leiðin til að ná ommilettunni heilli af pönnunni er að setja stóran disk yfir pönnuna og hvolfa. Skerið nú í sneiðar og berið fram heitt.

Njótið vel!