Næturvinna eyðileggur hormónajafnvægi líkamans og er heilsuspillandi
Lögreglumenn, slökkviliðsmenn, hjúkrunarfræðingar, læknar, verslunarfólk og fleiri sem vinna vaktavinnu þurfa oft að vinna á nóttinni.
En næturvinnan hefur sín áhrif á líkamann og það ekki góð.
Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Samkvæmt niðurstöðunum þá er sérstaklega hættulegt fyrir heilsufarið að vinna margar næturvaktir í röð. Það var Det Nationale Forskningscenter for Arbejdsmiljø í Danmörku sem gerði rannsóknina.
Í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins um niðurstöður rannsóknarinnar kemur fram að ein af niðurstöðum hennar sé að það með því að vinna margar næturvaktir í röð sé dægurryþminn brotinn upp og það sé slæmt fyrir heilsuna. Þessu má að sögn líkja við hljómsveit sem missir taktinn. Hormónar líkamans eru mikilvægir til að líkaminn geti starfað sem best en á daginn höfum við þörf fyrir aðra hormóna en á nóttinni.
Í rannsókninni voru munnvatnssýni úr 73 lögreglumönnum, sem unnu að nætulagi, rannsökuð og hormónamagnið . . . LESA MEIRA