Að naga neglurnar – hættulegt eða bara sóðaskapur?
Sérfræðingar segja að naga neglur geti leitt til ýmissa hrollvekjandi heilsubresta.
Þú nagar neglurnar á meðan þú lest tölvupóstinn, horfir á sjónvarpið og oftar. Þú laumar fingrunum upp í þig og smellir nöglunum á milli tannanna og nagar í nokkrar mínútur og jafnvel fattar ekki að þú ert að því fyrr en eftir smá stund.
Mamma þín sagði við þig að þetta væri slæmur ávani og þú hugsar um samstarfsmenn þína sem senda þér hornauga á meðan þú nagar og nagar.
En er hættulegt að naga á sér neglurnar?
„Já og það eru nokkrar ástæður fyrir því“ segir Richard Scher læknir. Hann er sérfræðingur við Weill Cornell Medical College.
Í fyrstalagi þá safnast undir neglurnar allskyns sýklar. Aðalega er það baktería sem kallast enterobacreriaceae – hún inniheldur sem dæmi salmonellu og E.coli. þessar bakteríur geta þrifist vel undir nöglum.
Þegar þú nagar neglurnar þá lenda þessar bakteríur í munni og maga og þar geta þær gert mikinn usla og jafnvel orsakað sýkingar sem leiða til niðurgangs og magaverkja.
Þeir sem að hafa nagað neglurnar í langan tíma geta einnig þjáðst af sýkingu sem heitir paronychia, segir Scher. Sprungur á húðinni í kringum neglurnar opna fyrir bakteríur. Þetta orsakar bólgur, húðin verður rauð og gröftur getur myndast við eða undir nöglum. Í verstu tilvikunum þarf að fara til læknis til að láta tæma gröftinn og er sýklalyfjameðferð nauðsynleg.
Ef sýkingin er sökum bakteríu þá getur nögl orðið afar viðkvæm og þig verkjar í hana.
Vírusinn sem orsakar vörtur, HPV er einnig algengur hjá þeim sem naga neglurnar, segir Chris Adigun, húðsjúkdómalæknir. Ef að vörtur ná að sýkja fingurnar þá geta þær smitast í munn og varir, bætir Adigun við.
Einnig er slæmt fyrir tennurnar að naga neglur. „Stöðugt nag getur leitt til slæmra tannheilsu og tennur geta orðið afmyndaðar“ segir Scher. Þeir sem naga neglurnar eiga einnig á hættu að fá sýkingar í góm.
En hvernig er best að hætta þessum subbulega og leiðinlega ávana?
„Það þarf aðstoð til að hætta að naga neglur í flestum tilvikum. Jafnvel frá sálfræðingi“ segir Scher.
Ef þinn ávani er ekki mikill þá er gott að kaupa efni til að bera á neglur. Þau fást í apótekum og eru með afar slæmu bragði.
Hættum að naga neglur því það er ekki heilsusamlegt.
Heimild: time.com