Fara í efni

Nám í undirstöðuatriðum hugrænnar atferlismeðferðar

Vorönn 2014. Námið er haldið í samvinnu félags um hugræna atferlismeðferð. Umsóknarfrestur er til 15.nóvember 2013.
Svona námskeið breytir þínu hugarfari
Svona námskeið breytir þínu hugarfari

Námið byrjar á vorönn 2014 og er haldið í samvinnu félags um hugræna atferlismeðferð. Umsóknarfrestur er til 15.nóvember 2013.

Megin áhersla er á hagnýta þekkingu á undirstöðuatriðum hugrænnar atferlismeðferðar. Markmiðið er að veita fræðilega yfirsýn yfir grunnatriði kenninga um hugræna atferlismeðferð, líkön, hugtakanotkun og aðferðir ásamt því að öðlast skilning á tengslum kenninga og meðferðar, einkum við þunglyndi, kvíða og álagi í daglegu lífi.

Námið er einkum ætlað háskólamenntuðu fagfólki innan heilbrigðis-,félags- og menntavísinda sem og stjórnendum stofnana og fyrirtækja.

Nememdur hljóta m.a. hæfni í að :

-  beita grunnatriðum í samtalsaðferðum hugrænnar atferlismeðferðar.

-  þekkja einkenni og leggja mat á alvarleika streitu, kvíða og þunglyndi.

-  nota fimm þátta líkan hugrænnar atferlismeðferðar og þekkja tengsl hugsana, hegðunar og tilfinninga.

-  beita aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar t.d í fyrirbyggjandi tilgangi í afmörkuðum starfstengdum verkefnum.

Námið er ekki eiginlegt meðferðarnám en nemendur öðlast þekkingu og innsýn í aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar á námstímanum.

Námið er ígildi 10 ECTS eininga.

Kennarar:

Meðal kennara eru: Agnes Agnarsdóttir, Anna Valdimarsdóttir, Andri Steinþór Björnsson, Álfheiður Steinþórsdóttir, Berglind Guðmundsdóttir, Eiríkur Örn Arnarson, Inga Hrefna Jónsdóttir, Oddi Erlingsson, Ragnar Pétur Ólafsson, Sóley Dröfn Davíðsdóttir, Urður Njarðvík og fleiri.

Frekari upplýsingar um námið veita Kristín Birna Jónasdóttir, verkefnastjóri Endurmenntunar : kristind@hi.is og Anna Valdimarsdóttir, faglegur kennslustjóri námsins: annavaldimarsdottir@gmail.com

Sími Endurmenntunar er 525 4444

Allar frekari upplýsingar um námið má lesa HÉR.