NÁMSKEIÐ - AÐ TAKAST Á VIÐ HAMLANDI STOÐKERFISVERKI
Námskeið á vegum SÍBS 3 - 19 nóvember n.k.
Hægt er að skrá sig á síðu SÍBS - sjá neðar.
Tímabil
03.11.2015 - 19.11.2015
Almennt verð
48900 kr.
3000 kr. afsláttur fyrir félagsmenn í aðildarfélögum SÍBS
Um námskeiðið
Staður og stund:
SÍBS, Síðumúla 6 2.h. (lyfta), 108 Reykjavík. Stofa 2.
Þri. og fim. 3., 5., 10., 12., 17. og 19. nóv. kl. 16:45 – 18:45 (6 skipti).
Lýsing:
Markmiðið er að fræða almennt um stoðkerfisverki og auka vitund þátttakenda um eigin áhrifamátt til bættrar heilsu og aukinna lífsgæða. Fyrirlestrar fjalla meðal annars um byggingu og starfsemi stoðkerfis, líkamsbeitingu, líkamsþjálfun, virkni, verkjameðferð, lyf, vinnustöður og vinnulag, lífsstíl og andlega líðan. Einnig er unnið með æfingar sem miða að bættri líkamsbeitingu og líkamsvitund.
Hentar fyrir:
Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem glíma við langvinna stoðkerfisverki, t.d. mjóbaks- og/eða hálsverki, sem og einstaklingum með vefjagigt.
Leiðbeinendur:
Gunnhildur Gísladóttir iðjuþjálfi
Hrafnkell Óskarsson læknir
Kristín B. Reynisdóttir sjúkraþjálfari
Guðrún Agnes Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur
Þóra Hjartardóttir hjúkrunarfræðingur
Rúnar Helgi Andrason sálfræðingur
Berghildur Ásdís Stefánsdóttir sjúkraþjálfari
Ásþór Sigurðsson sjúkraþjálfari