Fara í efni

NÁTTÚRULEG FEGURÐARRÁÐ

Það er til ótal margt í eldhúsinu sem getur komið í stað kemískra snyrtivara. Ég hef prufað margar aðferðir sjálf til að forðast eiturefni í slíkum vörum, búið til alls konar DIY uppskriftir, sumt sem hefur virkað vel og annað alveg alls ekki.
NÁTTÚRULEG FEGURÐARRÁÐ

Það er til ótal margt í eldhúsinu sem getur komið í stað kemískra snyrtivara.

Ég hef prufað margar aðferðir sjálf til að forðast eiturefni í slíkum vörum, búið til alls konar DIY uppskriftir, sumt sem hefur virkað vel og annað alveg alls ekki.

En það sem ég hef prufað á eigin skinni og fundist virka eða veit til þess að vinir noti mikið, eru þessar 5 blöndur úr matvöru sem flestir eiga til í eldhússkápnum:


 

  1. OLÍUHREINSIR: Notaðu ólífu-, kókos- eða möndluolíu í bland við Castor olíu til að hreinsa húðina í stað kemískrar sápu. Hlutföllin eru misjöfn á milli húðgerða en 25% castor olía og 75% möndluolía er góð blanda fyrir flesta. AÐFERÐ: Settu olíublönduna á þurrt andlitið og nuddaðu inn í húðina í nokkrar mínútur. Fjarlægðu með því að bleyta hreinan stóran þvottapoka með heitu vatni og leggja yfir andlitið og leyfa honum að vera þar til hann kælist. Notaðu svo þvottapokann til að þurrka olíuna í burtu. Húðin verður silkimjúk á eftir! Hér eru frekari upplýsingar um þessaaðferð og hlutföll.

     

  2. MATARMASKI: Það er óþarfi að eyða fúlgur fé í maska þegar þú getur nuddað morgunmatnum í andlitið. Margar fæðutegundir geta gert töfra fyrir húðina. Í alvörunni sko! AÐFERÐ: Notaðu hunang, hreint jógúrt, eða hrærðar eggjahvítur einar og sér eða blandaðu þessu saman fyrir góðan andlitsmaska sem nærir húðina. Hunang eitt og sér er líka sótthreinsandi og nærandi!

     

  3. HVÍTARI TENNUR: Blandaðu saman jarðaberjum (jább jarðaberjum) og matarsóda til að búa til frábært tannhvítunarefni. Olíuskolun í munni (með kókosolíu) er önnur góð leið til að hvíta tennur. AÐFERÐ: Búðu til blöndu í hlutfallinu 50/50 jarðaber og matarsódi. Settu beint á tennurnar eða í hvítunargóm og lætur vera í smá og hreinsar svo. Endurtaktu nokkru sinnum í viku og athugaðu hvort tennurnar verða ekki hvítari. (Leggðu þetta samt fyrst undir tannlækninn:)

     

  4. SYKURSKRÚBBUR: Fyrir ykkur sem eruð í sykurbindindi en eigið fullan skáp af sykri, þetta er fyrir ykkur. Sykur er ekki góður til að innbyrða en getur verið frábær fyrir húðina! AÐFERÐ:Blandaðu saman í hlutfallinu 50/50 hvítum eða brúnum sykri við ólífuolíu eða möndluolíu og bættu svo við þínum uppáhalds ilmkjarnaolíum – mínar eru lavender og grapefruit í þennan skrúbb. Settu svo í krukku og geymdu með loki. Ef þú bætir við slaufu á krukkuna þá er þetta orðið að frábærri gjöf!

     

  5. BRÚNKUDUFT: Fyrir þá sem vilja örlítin lit á húðina að vetri til þá er þetta sniðugt! AÐFERÐ:Blandaðu saman kakó púðri, kanil og arrowroot (þarf ekki) þar til þú færð lit sem þér líkar við. Venjuleg blanda er hálfur hluti kakó duft, 30-40 kanilduft og smá arrowroot ef þú átt. Gerðu tilraunir þar til að þú finnur þinn lit (ekki húðlit heldur svona „broncer lit“). Geymdu blönduna í krukku og burstaðu smávegis í einu á húðina! Svo ilmar þetta líka vel. Þú getur einnig blandað þessu út í krem.

 

Nú er bara að taka frá dekurkvöld og prufa! Allt sem þarf í þessar blöndur er til í verslun Gló í Fákafeni.

Höfundur greinar er Dagný Berglind Gísladóttir

Fengið af vef glokorn.is