Newton báru mig 90 km í roki og rigningu - smá upprifjun fyrir árið sem er að líða
ÉG ætla að segja ykkur smá sögu um mína Newton skó.
Fyrstu helgina í júlí þá fór ég í 3ja daga göngu.
Fyrsta daginn var farið frá Borgarnesi í mikilli norðanátt og gengið í átt að Bifröst. Newton voru vel reimaðir á mínar fætur. Ég hafði spreyjað þá með efni sem vatnsvarði þá áður en ég lagði af stað.
Þennan fyrsta dag gekk ég 35 km. Þegar loks var komið á leiðarenda eftir 10 klukkutíma göngu og skórnir reimaðir af þá var ég afar glöð að sjá á mér fæturna. Engar blöðrur og alls ekki mikil þreyta í fótum.
Annan daginn var lagt af stað frá Bifröst og gengið í átt að Fornahvammi. Gengið var hægramegin inn Norðurárdalinn í miklu roki og rigningu. Eftir hálfan dag þá fór ég að spá í skónum, þeir voru blautir að utan og ég hélt að ég væri blaut í fæturna. En nei, þetta var bara sviti. Newton báru mig rúma 25 km þennan daginn.
Á síðasta degi göngunnar þá var ferðinni heitið yfir Holtavörðuheiðina. Í beljandi rigningu en þó ekki roki var haldið af stað upp heiðina og alltaf voru Newton reimaðir á fæturna. Þennan síðasta dag þá gekk ég 27 km svarta þoku og mikilli rigningu. Ég var ekki blaut í fæturnar á leiðarenda.
Ég vil bara benda þeim sem eru að leita sér að góðum skóm, hvort sem er til að hlaupa í þeim eða fara í göngur að Newton eru málið.
Með kveðju,
Anna Birgis
Þú getur verslað þér par HÉR.