Heilbrigði og heilun með neyslu spíra
Gnægð ensíma í spírum, sem og í fersku grænmeti og ávöxtum, er það sem greinir þessi matvæli frá annarri fæðu.
Fullar af hollustu
Gnægð ensíma í spírum, sem og í fersku grænmeti og ávöxtum, er það sem greinir þessi matvæli frá annarri fæðu.
Hvert fræ er forðabúr plöntunnar og inniheldur vítamín, steinefni, prótein, fitu og kolvetni. Þegar réttar aðstæður eru fyrir hendi, með tilliti til vatns og hita, byrjar fræið að spíra og leysir úr læðingi gríðarlega mikla orku.
Náttúruleg efnabreyting á sér stað. Ensím verða til og umbreyta næringarefnum fræsins í þá næringu sem plantan þarfnast til vaxtar.
Við spírunina umbreytast kolvetni í einfaldar sykrur, flókin prótein í amínósýrur og fita í fitusýrur, sem eru allt auðmelt efnasambönd fyrir líkamann. C-vítamín verður til í miklu magni við spírun, ásamt nokkrum öðrum vítamínum, m.a. A og E.
Photography: Áslaug Snorradóttir.