Fara í efni

Níu aðskotahlutir sem konur eiga ALDREI að stinga upp í leggöngin

Hlæðu bara! En erótísk matseld er nær jafn gömul sjálfu mannkyninu og bananar, agúrkur, eggaldin og Guð einn má vita hvað hafa þjónað tilgangi við sjálfsfróun frá árdögum siðmenningar.
Níu aðskotahlutir sem konur eiga ALDREI að stinga upp í leggöngin

Hlæðu bara! En erótísk matseld er nær jafn gömul sjálfu mannkyninu og bananar, agúrkur, eggaldin og Guð einn má vita hvað hafa þjónað tilgangi við sjálfsfróun frá árdögum siðmenningar.

Hafðu hugfast að grænmeti og ávextir geta borið agnir af eiturefnum upp í leggöngin og valdið skaða á slímhúðinni.

 

Ekki trúa öllu sem þú sérð í auglýsingunum og láttu loforð snyrtivöruframleiðenda um vel lyktandi leggöng um lönd og leið. Markaðurinn er sneisafullur af alls kyns gylliboðum; afeitrandi tíðakúlum fyrir móðurlífið, hreinsandi sápuafurðum sem eiga að jafna sýrustig slímhúðarinnar og jafnvel glitrandi fylgihlutum sem fríska upp á snípinn.

Ertu farin að ranghvolfa augunum? Þá ertu ekki ein á báti. Markaðurinn hreinlega ólgar af skaðlegum vörum sem ætlað er á einhvern hátt að fríska upp á sjálfa píkuna og auka á fegurð kynfæranna; gylliboð sem ótal konur eru ginkeyptar fyrir.

Málefnið er þarft, einhver þarf að drepa á alvörunni og jafnvel þó einkennilegt sé að þylja upp á hluti sem geta valdið skaða á píkunni og leggöngunum, þykir okkur á ritstjórn helber nauðsyn að opna á umræðuna í þeirri von að umfjöllunin styðji við kynheilsu þeirra kvenna sem eru í jafnvel hárfínum vafa um hvað er hættulaust og hvaða efni geta valdið skaða á helgasta vé konunnar.

Sápukrem fyrir viðkvæm svæði ~ Ekki gera þetta. Ekki reyna að þvo leggöngin eða skola leggöngin með mildri sápu eða hreinsilegi fyrir viðkvæma líkamsparta. Bara ekki gera það; aldrei og ekki héðan í frá. Leggöngin eru sjálfhreinsandi og það eitt að nota sápu til að skola leggöngin getur valdið heiftarlegri sveppasýkingu og skelfilega illa lyktandi útferð. Sápuefnin, hversu mild sem þau eru, eru skaðleg viðkvæmri slímhúð legganga og geta jafnvel valdið útbrotum á viðkvæma svæði konunnar.

 

Reðurlaga ávextir og grænmeti ~ Hlæðu bara! En erótísk matseld er nær jafn gömul sjálfu mannkyninu og bananar, agúrkur, eggaldin og Guð einn má vita hvað hafa þjónað tilgangi við sjálfsfróun frá árdögum siðmenningar. Hafðu hugfast að grænmeti og ávextir geta borið agnir af eiturefnum upp í leggöngin og validð skaða á slímhúðinni. Að ekki sé minnst á að ferskir ávextir og grænmeti, hversu oft sem þú hefur þvegið og skrúbbað, geta brotnað inni í leggöngunum sjálfum. Það er síður en svo skemmtilegt að leita til kvensjúkdómalæknis með hálfa gulrót eða molaðan banana uppi í leggöngunum?

Ódýr plast- og reðurlaga kynlífsleikföng ~ Píkan á þér á allt það besta skilið. Gerðu kröfur í svefnherberginu, ekki einungis til bólfélaga heldur einnig til þeirra innihaldsefna sem í kynlífsleikföngum leynast. Sneiddu hjá ódýrum gúmmíreðrum og láttu plast-dildóana aftur upp í hilluna. Sum kynlífsleikföng innihalda skaðleg efni sem ekki einu sinni má nota til að framleiða barnaleikföng. Hugsaðu þér bara! Kastaðu fleiri krónum til þegar þú ert að velja unaðstól í fullorðnu dótakistuna; sílíkon er skaðlaust og einnig ryðfrítt stál. Hágæðaplast er líka í ákveðnum tilfellum einnig í lagi; mundu bara, vinkona, að fara vel að píkunni. . . LESA MEIRA