Fara í efni

Ekki fara í megrunarfílu.

Það er í góðu lagi og eiginlega nauðsyn að hafa markmið og plön í átt að léttara lífi. En þau verða meika sens. Verða að vera raunveruleg.
Njótum þess að vera til.
Njótum þess að vera til.

Góðan daginn.

Mánudagur.
Þetta eru oft dagarnir sem allt á að fara í háaloft.
Rykið dustað af árskortinu í gyminu.
Allar diet vörur heimsins verslaðar inn.
Dagatalið rifið upp og nú er talið í mjótt!!
Hver dagur gæti ég misst.....og ef ég missi tíu kíló á viku hina vikuna þá gæti þetta allt verið græjað akkúrat þarna í viku 28.
Þá verður buxnastærðin orðin hverfandi og lífið loksins byrjar fyrir alvöru.

Alltaf að vera hugsa sig svona og hinsegin fram í tímann.
Missa kílóin á vigtinni fyrirfram.
Og svo þegar að þetta "Snildar" plan fellur um koll þá er bara niðurbrot og át.

Það er í góðu lagi og eiginlega nauðsyn að hafa markmið og plön í átt að léttara lífi.
En þau verða meika sens.
Verða að vera raunveruleg.
Og ekki neinir galdrar sem falla um koll.
Það er svo sárt að vera alltaf taparinn.

Mánudagur frábært :)
Ný vika og í þessari viku er allt hægt.
Það er hægt að dusta af kortinu .
Setja sér lítil markmið í byrjun.
Bara það að vita að markmiðin eru raunveruleg og ekki kapphlaup lætur okkur líða betur.
Bara það að bæta við hollari fæðu .
Fara í fiskbúðina og velja sér fisk sem aldrei hefur verið prufaður á heimilinu.
Prufa að sleppa kaupa drasl í skápana og kynna sér ávextina sem í boði eru.
Síðan hægt og rólega kynna sér aðferðir að léttara lífi.

En heila málið ekki fara í "megrunar" fílu 
Ekki byrja vorkenna þér .
Greyið feita/feiti ég að þurfa fara í megrun.
Alltaf sama hlussan og greyið ég svona stórbeinótt og með pottþétt lélega brensu !!
Ætla til læknis út af þessu.....því ekki borða ég mikið og samt bara svona þéttholda.
Við verðum ekki feit af engu :)
Svo einfalt er það.

En eftir að ég breytti mataræðinu og byrjað að borða reglulega og góðan hreinan mat .
Þá hef ég sjaldan borðað svona mikið :)
Hreinlega borðað af mér 50 kíló.
Hélt alltaf að það að fara í ræktina mundi koma mér í rétta vigt.
Nei ekki er það svo.
En að fara í ræktina kemur manni til að sjá lífið í réttu ljósi.
Maður fer að vanda sig.
Líkaminn fer að svara fyrir sig.
Verður ánægðari og þá er hugurinn léttari .
mataræði og hreyfing á vel saman 

Jæja ég er komin í gallann.
Ætla tjútta inn í daginn með mínum frábæra hóp í Heilsuborginni.

Njótið dagsins.