Njótum lífsins á okkar hraða .
Góðan daginn.
Já hvað ef mér mistekst?
Mistakast hvað?
Að léttast þá eða .....
Þetta fæ ég stundum.
Hvað ef ég get ekki haldið út þetta mataræði?
Hvað ef ég get ekki mætt í gymið?
Hvað ....ég get þetta ekki er ekki með svona "sjálfsaga" eins og þú !
Úff það er það versta sem við mig er hægt að segja.
Þetta hefur ekkert með það að gera að falla....detta á rassinn....borða of mikið/lítið....hafa ekki sjálfsaga og allt þetta bull
Þetta hefur allt með að gera vilja sjálfum sér það besta .
Að breyta um lífsstíl er sem betur fer ekki neitt maraþon.
Og er ekki með upphaf og enda.
Ekki kapphlaup við vigt.
Breyttur lífsstíll þarf ekki að koma þér í einhvern kjól fyrir jól.
Þú getur tekið langan tíma í að breyta um lífsstíl.
Ferð bara á þínum hraða.
Ekkert sem kallast mistök eða fall.
Heldur byrjaðu á að koma slæmum venjum út úr lífinu hægt og rólega.
En bættu inn einhverju nýju
Getur byrjað að lofa sjálfum þér að labba tvisvar í viku .
Og jafnvel labba út í búð og koma heim með eitthvað sem er hollt og gott.
Bara lítil skref ....og helling af þeim.
Þetta kemur.
Bara ekki vera í stressi yfir vigt og kílóum.
Það hefur sennilega alltaf verið málið áður...að koma sér í megrun.
Ná að verða "stína stöng" og lífið verður ein gleðisprengja.
Í dag get ég hlegið að svo mörgu þegar að ég horfi til baka .
Allar þessar megranir og rugl sem ég hef gengið í gegnum.
Og ennþá í dag fæ ég hroll við að vera svöng .
Var svo oft svöng í megrun.....og það er bara alls ekki fyrir mig.
Þess vegna held ég að ég hafi tekið mataræðið svona bókstaflega.
Nennti ekki svelti lengur.
Varð að finna út hvernig ég gæti borðað vel og fengið nægju mína.
Og jú ná að léttast í leiðinni.
Hægt og rólega varð það því hreinna sem mataræðið er ....því betri árangur á vigtinni.
Svo þegar að maður sér árangur heldur maður í það góða
Hreinn matur, hreyfing og bjartari hugsun er áskrift á léttara líf
Og að hafa trúnna á sjálfan sig.
Svo er bara að njóta þess að vera til.
Og með þeim orðum ætla ég að koma mér í gallann...og Zumba mig inn í daginn.
Tók svo á því í salnum í Heilsuborginni í gær að dans og gleði er málið í dag.
Helst samt ekkert sem hefur með hendur að gera.....jæks harðsperrrrur.
Eigið góðan dag.