Fara í efni

Nokkur góð ráð til að hætta að vera alltaf sein/n á morgnana

Fyrir marga eru morgnarnir erfiðir. Hvort sem þú ert að eiga við svefnleysi eða hangir bara yfir sjónvarpsglápi fram eftir öllu að þá verður sú athöfn að komast fram úr á morgnana erfiðasti partur dagsins.
Nokkur góð ráð til að hætta að vera alltaf sein/n á morgnana

Fyrir marga eru morgnarnir erfiðir. Hvort sem þú ert að eiga við svefnleysi eða hangir bara yfir sjónvarpsglápi fram eftir öllu að þá verður sú athöfn að komast fram úr á morgnana erfiðasti partur dagsins.

Kaffið er meira að segja hætt að gera sitt gagn til að koma þér í gegnum daginn.

 

 

 

 

 

Hér eru 8 frábær ráð til að koma þér fram úr og í gegnum daginn.

 

1. Settu vekjaraklukkuna langt frá rúminu

Að vera stöðugt á snoozinu getur verið hættulegur leikur. Okkur finnst öllum æðislegt að fá nokkrar extra mínútur til að sofa en þessi snooz-takki getur hreinlega eyðilegt það sem eftir er af deginum.

Settu vekjaraklukkuna eða símann langt frá rúminu svo þú þurfir að fara fram úr til að slökkva á henni eða símanum, og byrjaðu daginn strax. Ekki skríða aftur uppí.

2. Planaðu morgundaginn kvöldið áður

Þetta er besta leiðin til að draga úr stressi og þá helst stressi á morgnana. Gerðu allt klárt kvöldið áður sem þú þarft að nota daginn eftir. Síminn á sínum stað, lyklar, veskið, taskan fyrir ræktina og fleira ef það er þannig dagur.

Ef allt þetta er klárt þá ertu búin að losa þig við að stressa þig á þessu strax í byrjun dags. Það er ekki gott að byrja daginn á stressi.

3. Hresstu upp á svefnherbergið

Það hefur sýnt sig að ef þú gerir svefnherbergið bjartara þá eykur það á góða geðheilsu, hamingju og fleira. Það er fljótlegt að skella ljósu rúmteppi á rúmið og hengja upp léttari gardýnur. Þessi fljótlega breyting gerir það að verkum að það er auðveldara að koma sér fram úr á morgnana.

4. Dansaðu í sturtunni

Tónlist er frábær leið til að koma sér í stuð á morgnana. Prufaðu að hafa uppáhalds tónlistina þína á „fóninum“ þegar þú ferð í sturtu. Getur meira að segja tekið nokkur góð dansspor.

5. Kynlíf á morgnana

Það er rosalega gott að byrja daginn á góðu kynlífi. Þá dúndrar þú endorfíninu í gang og ert hress það sem eftir lifir dags.

6. Kíktu á netið

Tékkaðu á því hvað er að gerast í heiminum. Það hefur einnig sýnt sig að fólk póstar oftar jákvæðum og uppbyggjandi póstum fyrir hádegi.

7. Taktu góðar jóga æfingar

Svefn getur gert líkamann stífan. Að byrja daginn á jóga fyllir þig orku og liðkar líkamann. Þetta er líka frábær leið til að hreinsa hugann og takast á við daginn sem er framundan.

8. Mundu eftir morgunmatnum

Og já, mundu eftir að fá þér hollan og orkuríkan morgunmat. Það skiptir öllu til að halda orkunni í gangi yfir daginn.

Njótið vel og vonandi hjálpar þetta einhverjum að koma sér í gang á morgnana.