Nokkur ráð til að forðast hormónaraskandi efni
Hvað gætu hárvörur, skordýraeitur, drykkjarbrúsar, matur, snyrtivörur og föt átt sameiginlegt?
Heilbrigt hár er fallegt
Hvað gætu hárvörur, skordýraeitur, drykkjarbrúsar, matur, snyrtivörur og föt átt sameiginlegt?
Allir þessir hlutir og svo margir aðrir gætu innihaldið hormónaraskandi efni.
Hvað er það eiginlega?
Hormónaraskandi efni líkja eftir eða hefta hormón líkamans og raska þannig hormónajafnvægi okkar þegar við komumst í tæri við þau. Við finnum ekki fyrir áhrifum þessara efna strax við notkun en þau geta haft áhrif á frjósemi, kynþroska og krabbameinsmyndun seinna meir.
Strax í móðurkviði komast börn í snertingu við hormónaraskandi efni og það getur haft áhrif á líf þeirra síðar meir. Börn eru viðkvæmari fyrir áhrifum þessara efna en fullorðnir.
Í danskri rannsókn frá 2009 kemur fram að konur sem vinna mikið með hormónaraskandi efni, svo sem hársnyrtar og ræstitæknar séu líklegri til að eignast sveinbörn með fósturskaða á kynfærum en aðrar konur.
Hvað getum við gert til að forðast hormónaraskandi efni?
- Vita hvaða efni geta haft hormónaraskandi áhrif og forðast þau.
Neytendasamtökin í Danmörku hafa gefið út 17 efna lista um hormónaraskandi efni í snyrtivörum http://taenk.dk/tema/undgaa-hormonkemi/17-hormonforstyrrende-stoffer
Hér má finna enn lengri lista sé vilji til að leita eftir sérstökum efnum
http://www.mst.dk/Virksomhed_og_myndighed/Kemikalier/Fokus+paa+saerlige+stoffer/Hormonforstyrrende+stoffer/eu_liste_hormonforstyrrende_stoffer/ - Nota Svansvottaðar hársnyrti- og snyrtivörur eða með viðurkenndri lífrænni vottun.
- Nota eins mikið lífænt vottaðan mat og mögulegt er.
- Forðast notkun skordýraeiturs.
- Lofta út reglulega. Hin ýmsu raftæki geta gefið frá sér hormónaraskandi efni, þá er gott að passa upp á að hafa hreint loft.
- Forðast BHA og E320 í matvörum.
- Þvo nýja hluti áður en þeir eru notaðir.
- Foraðst plastvörur með polycarbonat og PVC.
- Forðast raftæki með brómeruð eldvarnarefni.
Af þessu má sjá að heilmargt er hægt að gera til að forðast hormónaraskandi efni. Þess má geta að Danir hafa bannað própýl-, butýl-, ísóprópýl og ísóbútýlparaben og sölt þeirra í vörum fyrir börn yngri en 3ja ára.
Heimild: http://www.svanemerket.no/miljo/kjemikalier/fem-fakta-om-hormonhermere/
Unnur Rán Reynisdóttir, Hársnyrtimeistari.