Nokkur trix til að nota kaffi fyrir húðina og hárið
Hérna eru nokkrar góðar ástæður til að nýta kaffikorginn í staðinn fyrir að henda honum í ruslið.
Þetta virkar
Hérna eru nokkrar góðar ástæður til að nýta kaffikorginn í staðinn fyrir að henda honum í ruslið.
Kaffið þitt er ekki bara gott til að sötra, heldur er það einnig gott fyrir húðina og hárið. Kaffikorgur er góður sem andlitsskrúbbur, fínn á ójöfnur á lærum og rassi (margir kalla það „cellulite“).
Kaffið getur aukið hár gljáa og jafnvel bústað upp hárlitnum þínum.
Fyrir andlitið
- Kaffi andlitsskrúbbur: Korgurinn gefur þér aukin ljóma í húðinni. Taktu 3 msk af kaffikorg (nýr eða notaður, svona án gríns) 1 msk af púðursykri, en þú getur sett meira eða minna, bara fer eftir því hversu gróft þú vilt hafa skrúbbið áður en þú setur 1 tsk af Ólífu, kókós eða möndluolíu saman við. Nuddast á hreina húð og skolast svo af með volgu vatni.
- Kaffi maski: Þessi er dásemd, þú finnur strax hvernig húðin strekkist og færð fallega og gljáandi áferð á andlitið. Settu 2 msk af kaffikorg, 2 msk af kakó, 3 msk hreint jógúrt og 1 msk af hunangi. Hrærðu þessu vel saman og berðu þunnt lag yfir andlitið og láttu liggja þar í 15 – 20 mínútur. Hreinsar svo vel af með volgu vatni.
Fyrir líkamann
- Cellulite baninn: Hérna hefur þú hlutföllin tveir á móti einum. Þú getur sett 2 bolla af kaffikorg á móti einum bolla af vatni, bættu svo við 3 til 4 dropum af Tea Tree olíu. Notaðu þvotta poka eða þunnan skrúbb til að dýfa í. Nuddaðu vel áherslusvæðin á meðan þú ert í sturtu. Þessi skrúbbur eykur blóðfæðið, minnkar sjáanleika cellulite og húðin verður silkimjúk.
- Líkamsskrúbbur: Settu saman ½ bolla af kaffikorgi ásamt ¼ bolla af púðursykri. Hrærðu þessu saman ásamt ólívu eða kókós olíu eftir smekk og 1 tsk af kanill og þú ert tilbúin í að skrúbba þig hátt og lágt í sturtu.
Kaffi í hárið
Smá aðvörun hér fyrir þær sem eru ljóshærðar eða með ljósar strípur, kaffið getur skilið eftir brúnan lit. Svo haldið ykkur bara við skrúbbið fyrir líkamann og andlitið. Þetta er bara fyrir þær dökkhærðu!
- Næring fyrir hárið: Notaðu kalt kaffi eða espresso og settu það í spreyflösku. Úðaðu vel og jafn yfir hárið þitt og láttu kaffið vera í 30 mínútur. Kaffið eykur blóðflæðið í hársverðinum og getur minnkað hárlos (kaffiskot er ekki lækning við hárlosi, bara svo að það sé á hreinu) og gefur dökku hári aukinn gljáa. Best að er nota handklæði yfir hárinu svo að kaffi liti ekki fatnað og húsgögn.
- Skrúbb fyrir hársvörðin: Til að auka gljáa hársins er góð viðbót að skrúbba hársvörðinn endrum og eins til að fá heilbrigt og góðan gljáa í hárið. Taktu góðan skammt af kaffikorgi og blandaðu saman við hárnæringu þína. Nuddaðu vel í hársvörðinn og leyfðu þessu að liggja í nokkrar mínútur eins og venjulega. Skolið hárið vel og vandlega.
- Smá búst fyrir hárlitinn: Þú getur tekið kaffið sem varð eftir í bollanum þínum og bleytt hárið þitt uppúr því. En byrjaðu rólega og hafðu ekki lengur en í 15 mínútur. Skolist vel og vandlega úr. Þetta bústar upp hárlitnum þínum.
Mundu eftir okkur á Facebook og Instagram