Notar þú örbylgjuofn við matseldina? Þetta eru áhrifin sem örbylgjuofnar hafa á mat
Ert þú ein(n) af þeim sem notar örbylgjuofninn mikið til að hita mat?
Veistu hvort það er gott eða slæmt að hita mat á þennan hátt?
Hvernig kemur notkun á örbylgjuofni út í samanburði við hina hefðbundnu eldavél?
Ef þú notar örbylgjuofninn mikið til að hita mat þá ertu að gera hlutina rétt. Þetta segir Guy Crosby, aðjúnkt við Harvard School of Public Health. Hann segir að almennt séð þá tapist minna af næringarefnum úr mat ef hann er hitaður í örbylgjuofni í stað þess að sjóða hann eða steikja.
Í samtali við Huffington Post sagði hann að þegar matur er hitaður í örbylgjuofni þá sé það þurr aðferð sem tryggi að vatnsleysanleg efni eins og mörg B- og C-vítamín glatist ekki úr matnum. Þetta er þó að sjálfsögðu háð því að maturinn sé ekki lagður í vatn áður en hann er settur í örbylgjuofninn.
Annar kostur við þetta er að maturinn þarf mun minni tíma í hita en efnafræðileg uppbygging sumra næringarefna eyðileggst ef þau verða fyrir hita í of langan tíma. Crosby sagði þó að þegar hita eigi grænmeti sé best að gufusjóða það.
Susan Nitzke, prófessor í næringarfræði við Wisconsi-Madison háskólann, tók í sama streng og sagði að best sé að skera matinn í stóra bita og elda hann snöggt og í stuttan tíma. Það sé mjög gott að nota örbylgjuofna til þess eða gufusjóða matinn.
Birt í samstarfi við